Um ábyrgð þeirra sem brjóta lögin
3.1.2008 | 07:43
Fólk sem nýlega var bjargað í Grouse fjalli hér fyrir ofan Vancouver hefur nú fengið í hendurnar reikning fyrir björgunina. Fólkið var á svæði sem var algjörlega lokað vegna snjóflóðahættu. Þetta er gert vegna þess að talið er að það megi draga úr ferðum fólks inn á lokuð svæði ef það má eiga von á að þurfa að borga fyrir björgun. Á hverju ári drepst fjöldi manns í Norður Ameríku vegna þess að það asnast inn á lokuð svæði. Nú síðast í gær eða fyrradag lést maður í Whistler eftir að hann fór inn á svæði sem hefur verið lokað í 25 ár. Náunginn vann fyrir Whistler og var því vel kunnugt um hættuna. Vinur hans slapp með skrekkinn en mun nú hugsanlega verður kærður fyrir athæfið. Þeir sem brjóta svona lög eru yfirleitt alltaf ungir karlmenn í leit að púðursnjó.
Ég hef oft hugsað um þetta þegar björgunarsveitir okkar heima hætta lífi sínu til þess að leita að fólki sem fór t.d. upp á hálendi illa búið þegar spá var slæm. Er eitthvað hægt að gera til þess að fá fólk til þess að hugsa svolítið?
Athugasemdir
já það er alveg ótrúlegt hvað fólk leyfir sér ... eins og einn af þeim sem asnaðist upp á langjökul núna milli jóla - og nýárs sagði "óveðrið skall örlítið fyrr á en við áttum von á" hvaða helv... bulluskapur er þetta spyr ég nú bara?? Það var búið að spá snarvitlausu veðri í 5 sólarhringa áður!!
En já ég stóð mig og studdi við landsbjörg með því að kaupa flugelda - og geri á hverju ári ;)
Það er nú ekkert smá sem er búið að mæða á björgunarsv. fólkinu okkar núna síðustu vikurnar - fólk sem getur ekki bundið dótið sitt niður eða sett inn á meðan ofsaveður gengur yfir landið - fólk sem fer upp á fjöll á röngum tíma og svo núna síðast það allra sorglegasta, strákurinn sem týndist og fannst svo látinn :(
jæja nægar skammir- vorum við ekki að tala um jákvæðari blogg á nýju ári eheh
Hrabba (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 17:49
Sumir af hörðustu andmælendum þess að tekið sé gjald eða sektað í svona tilfellum eru reynt björgunarsveitarfólk. Röksemdin er sú að ef tekið væri gjald myndi fólk hika við að kalla á hjálp í tíma. Það gæti þýtt að aðstæður væru orðnar alvarlegri og erfiðari þegar kallið loksins kæmi.
Gott dæmi um þetta er strand Vikartinds fyrir nokkrum árum. Þar var verið að forðast að þurfa að borga björgunarlaun og það kostaði líf eins björgunarmanns, eitt flutningaskip með farmi og næstum því eitt varðskip ásamt áhöfnum beggja skipa.
Einar Steinsson, 3.1.2008 kl. 23:51
Ég skil. Það er greinilega ekki auðvelt að finna lausn á þessu.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:00
já ég er alveg sammála Einari - held að það sé ekki málið að rukka fyrir hjálpina.
Og sem betur fer kunna flestir landar okkar sem stunda t.d. fjallamennsku vel til verka og kunna að hlusta á veðurspár áður en lagt er í ferðir EN því miður þá held ég að hér sé einnig að alast upp "malbikskynsslóð" sem telur nóg að kaupa allar græjurnar sem þarf í slíkar ferðir en kann svo jafnvel ekki að nota þar og kann svo ekki að hlusta á veður spárnar og meta aðstæður!
hmm spurning um að blogga bara um þetta á mínu eigin bloggi hehe :p
Hrabba (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 00:09
Mér finnst að ef fólk fer inn á lokuð svæði sem bannað er að fara inn á, eigi að ákæra það og sekta einmitt fyrir það; ekki að borga fyrir björgunina af ofangreindum ástæðum.
Það er ekki bannað að fara inn á hálendi, jafnvel í vitlausum veðrum. Því miður. Það mætti skoða einhverjar refsingar við vanbúnaði, en ekki að láta fólk borga fyrir björgun...
Sigurjón, 4.1.2008 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.