Sykrað og sætt

Bragðlaukarnir eru undarlegir. Sumt fólk vill einfalt bragð og borðar því aðeins eina sort í einu (sumir verða meira að segja vitlausir ef mismunandi sortir snertast á disknum), á meðan aðrir reyna á bragðlaukana með því að blanda saman mörgu í einu. Ég er af seinni gerðinni.

Sérstaklega finnst mér gott ef bragð stangast algjörlega á, eins og t.d. þegar maður blandar saman söltu og sætu. Sú blöndun gerir mig algjörlega óða. Ég man þegar ég fékk Kettle Corn poppkorn í fyrsta sinn. Ég gat bara ekki hætt að borða. Tróð mig hreinlega út af poppinu (Kettle Corn er þegar maður lætur bæði sykur og salt út á poppið – sykurinn þarf að fara út með korninu svo hann svona hálfbráðni með og svo festist saltið utan á). Ef ég á Kettle Corn örbylgju popp – svona þrjá poka í einum pakka – þá borða ég popp þrjá daga í röð. Þess vegna kaupi ég næstum aldrei svoleiðis.

Annar dásamlegur matur þar sem salt og sykur blandast saman er svona týpískur enskumælandi morgunverður (morgunverðurinn er ekki enskumælandi en er vinsæll í enskumælandi löndum - alla vega Kanada, USA og UK) þar sem maður borðar pönnukökur með sýrópi (ekki íslenskar pönnukökur heldur amerískur - eru meira svona eins og lummur án sykurs og rúsína) og síðan morgunverðarpylsur. Pylsurnar eru saltar og góðar og pönnukökurnar sætar, þ.e. eftir að maður hellir sýrópinu yfir. Hér í Kanada er náttúrulega algengast að hella yfir þetta hlynsírópi en mér finnst svona ömmusíróp býsna gott líka. Ekki gengur að nota þetta enska í grænu dollunum með ljóninu sem maður kaupir alltaf á Íslandi (þótt það sé almennt gott síróp og frábært í frosting).

Það er sjaldan sem ég leyfi mér svona morgunverð en gerði það þó að morgni nýársdags enda ástæða til að breyta til.

Mmmm, salt og sykur. Óhollt og gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nammi namm! Maður verður bara svöng af því að lesa þetta hjá þér :p

Já þetta er góður morgunmatur en eitthvað sem maður ætti ekki að borða oft ef maður vill halda heilsunni ;) En maður verður að láta þetta eftir sér svona einstaka sinnum...

Íris Björg Bergmann Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 06:51

2 identicon

okey ... humm Stína hvernig var þetta með cool cool iceland síðuna - núna getur þú bætt við "þegar manni er farinn að finnast enskur morgunverður góður þá er maður búin að búa of lengi frá íslandi" ;)

pönnukökurnar eru reyndar góðar EN pylsurnar úff ég borða nú helst ekki þær íslensku svo þessar mundi ég aldrei leggja mér til muns ;p

oh mmmm IHOP nammmmiii namm súkkulaði pönnukökur með lots and lots of wiped cream *slurp* 

Hrabba (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þessar ammrísku borðum við stundum hér en bara með sírópi (og ferskum ávöxtum) - og þegar flissið kemur í heimsókn erum við mjög til í að prófa saltsætar pulsur ... ræræræ.

(Segi og skrifa pulsur, ég sko.)

Berglind Steinsdóttir, 4.1.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hrabba minntist á Ihop. Það er góður staður til að fara á og borða kaloríuríkan morgunmat. Það sem best er við þann stað er einmitt sú staðreynd að maður getur blandað saman ólíkari mat en á flestum stöðum. Vanalega kaupir maður pönnukökur eða vöfflur EÐA egg og beikon/pylsur. Á Ihop er einmitt hægt að fá pönnukökur og beikon o.s.frv. Dásamlegur staður en ég fer aldrei þangað því það er enginn slíkur staður nálægt mér og ég á engan bíl. En þegar flissið kemur út þá er um að gera að skella sér á svoleiðis stað. Eruð þið annars að hugsa um það í alvöru að koma vestureftir? Ef ykkur vantar gæd...

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.1.2008 kl. 18:53

5 identicon

já ég sá nú engan í Vancuver, á þessum litla hluta af Vancuver sem ég hef nú séð EN aftur á móti rakst ég á og heimsótti einn Ihop stað þegar rétt er komið yfir landamærin frá Seattle þetta er á hægri hönd og ég man að það var holyday inn hotel rétt við (hmm ok þau eru alls staðar!) en svo man ég líka að það var óttaleg hringavitleysa að keyra að staðnum ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Eini Ihop sem ég hef farið á er í White Rock sem er einmitt sú borg sem er nálægust landamærunum. Það er kannski sá staður sem þú sást. Það eru annars 12 Ihop staðir á Stórvancouversvæðinu en enginn í Vancouverborg sjálfri.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:32

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég man ekki betur en flissið hafi ætlað með fyrstu flugvél sem færi beint ...

Berglind Steinsdóttir, 4.1.2008 kl. 22:50

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það verður nú einhver bið á beinu flugi til Vancouver, en þegar flogið verður til Toronto verður þetta lítið mál. Það eru margar vélar á dag á milli Vancouver og Toronto og þá verður hægt að fljúga alla leið á einum degi, sem er býsna erfitt eins og er.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.1.2008 kl. 00:51

9 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þegar ég var námsmaður í Íþöku þá var syndsamlega gott að fara á dænerinn Rosebud og fá sér amríksar pönnsur með sýrópi og pylsur með. Og home fries on the side. Fátt betra á laugardagsmorgun.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 7.1.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband