Walk Hard – dásamleg mynd

Ég fór í bíó í dag og sá hina stórkostlegu Walk Hard: The Dewey Cox Story. Ég hló mig máttlausa aftur og aftur.

Í myndinni er rakin saga hins uppskáldaða tónlistarmanns Dewey Cox og það er augljóst að fyrirmyndin er maðurinn í svörtu fötunum, Johnny Cash – svona lengst af. Síðar fer Dewey Cox sínar eigin leiðir og meðal annars til Indlands þar sem hann lærir íhugun hjá Maharishi ásamt Bítlunum. Mér fannst það náttúrulega alveg hrikalega fyndið atriði og kannski að hluta til vegna leikaravalsins. Það voru engir smá gestaleikarar sem voru fengnir í hlutverk Bítlanna: Sjálfur Jack Black er Paul McCartney (og þær eru ekki margar myndirnar með Jack Black sem ég hef ekki haft gaman af), Paul Rudd (Mike úr Friends) er John  (sést á mynd hér á síðunni), Justin Long (Live free or die hard, Dogeball, Apple auglýsingarnar) er George og Jason Schwartzman (I heart Huckabees, Bewitched) er Ringo. Eftir að taka smá LSD fara þeir í ævintýralega ferð í stíl Yellow Submarine. Kannski þarf maður að vera Bítlaaðdáandi til þess að vera jafnhrifin en ég veit það ekki. Það má líka benda á að Jack White úr White Stripes leikur Elvis Prestley (þá er bæði Jack Black og Jack White í myndinni) og Frankie Munitz (úr Malcolm in the Middle) er Buddy Holly. 

Almennt lifir Dewey Cox hinu venjulega stjörnulífi: giftist nokkrum konum, verður háður öllum mögulegum eiturlyfjum, eignast alls konar kunningja meðal hinna frægu, reitir hljómsveitinga sína til reiði, fer ég gegnum ýmsar tónlistarstefnur... Þið verðið bara að sjá myndina.  

John C. Reilly sem leikur aðalhlutverkið er alveg dásamlegur leikari og það var löngu kominn tími til þess að hann fengi að láta ljós sitt skín af alvöru eftir að hafa þurft að sitja farþegamegin svo lengi. Hann var til dæmis alveg dásamlegur sem Cal Naughton jr. í Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, sem Al í Year of the dog (sem ég sá fyrir stuttu) og einnig sem Amos í Chicago (þar sem ég heyrði að hann getur sungið). Ég hlakka til að sjá meira frá John C. Reilly. Sérstaklega hlakka ég til að sjá myndin Ye Olde Times. Ég hef ekki hugmynd um hvað sú mynd er en í aðalhlutverkum eru John C. Reilly, Jack Black, Will Arnell (úr Arrested Development), Cary Elwes (úr The Princess Bride) og Tim Robbins. Þá er hann líka að leika í myndinni Stepbrothers ásamt Will Ferrell (önnur Apatow mynd).

Talandi um Judd Apatow. Hann framleiddi Walk Hard og skrifaði einnig handritið. Hann hefur verið framleiðandi margra af mest spennandi grínmyndum undanfarandi ára, svo sem Superbad, Knocked up, Talladega Nights, The 40 year old virgin, Anchorman (OK, ekki svo fyndin - en ég meina...Will Farrell), og svo vanmetnu sjónvarpsþættina Undeclared og Freaks and geeks

Ég sé að myndin verður frumsýnd á Íslandi fyrsta febrúar og mæli þá með að allir fari og sjái hana – alla vega þeir sem hafa haft gaman af fyrri myndum Judd Apatow. 

Hér koma að lokum nokkrar góðar setningar úr myndinni:

Dewey Cox: Maybe you don't believe in me at all
Edith: I do believe in you.......I just know you're gonna fail.

John Lennon: With meditation, there's no limit to what you can... Imagine.

Dewey Cox (syngjandi): In my dreams, you're blowing me... some kisses. 
Darlene (syngjandi): That's one of my favorite things to do.

Doctor: This was a particularly bad case of somebody being cut in half. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband