Kennslan að hefjast

Hið daglega líf hefst fyrir alvöru á morgun. Ég þarf að kenna þessa önnina og það á eftir að taka mikinn tíma frá skriftum. Ég þarf að mæta á fund í fyrramálið klukkan hálftíu þar sem aðal kennarinn og allir aðstoðarkennararnir (þetta er rúmlega 300 manna áfangi) þurfa að leggja línurnar fyrir veturinn, og svo klukkan ellefu hefst kennsla. Tímar verða á mánudögum og miðvikudögum klukkan ellefu og svo á föstudögum verður hópnum skipt upp í minni hópa og við aðstoðarkennararnir sjáum um þá tíma. Fyrir utan þessa tíma þarf ég að eyða tveimur klukkutímum á viku í viðtalstíma og öðrum klukkutíma í vikulega fundi. Þegar yfirferð verkefna kemur ofan á þetta má má sjá að þetta er heilmikill tími sem ekki verður notaður til þess að skrifa ritgerðina. Og til að gera þetta verra þá eru þessir tímar alltaf í kringum hádegi, sem er versti mögulegi tíminn því það slítur daginn í sundur. Ég er hundpirruð því ég veit að nú munu skriftirnar ganga enn hægar en áður og ég má ekki við því. En ég þarf á þessum peningum að halda. Hér er dýrt að lifa.

Á morgun byrja fótboltaæfingarnar aftur. Þetta verður langur dagur. Ég verð að koma mér í háttinn því ég er þegar komin niður í sjö og hálfan tíma svefn fyrir nóttina (þarf alla vega átta tíma svefn) og þeim mun lengur sem ég hangi á fótum þeim styttri svefn fæ ég. Gallinn er að ég er ekki til syfjuð. Ég hef ekki farið snemma í rúmið undanfarið. Alltaf nær maður að snúa sólarhringnum á undalegan hátt um jól. Þó ekki eins og í fyrra þar sem ég sofnaði aldrei fyrr en undir morgun, en það var reyndar af því að ég náði aldrei að komast út úr kanadíska tímanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gangi þér vel í dag Stína mín.  Þú tekur þetta með vinstri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 08:48

2 identicon

Sæl, kannaðist við nafnið og þekki þig enn af myndinni þótt lang sé um liðið síðan flutt var úr Þverholtinu.  Gangi þér allt í haginn á nýju ári.

Steini Pje

Þorsteinn Pétursson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 16:23

3 identicon

Hey getur þú ekki bloggað um eitthvað skemmtilegra, takk fyrir ekkert.

Gunnar (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Ég þekki það að þurfa fara sofa án þess að vera syfjuð

Gangi þér vel

Þóra Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 23:09

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Jenný, Þóra og Steini. Steini, gaman að heyra frá þér. Já, ég er ekkert ólík því sem ég var þegar ég var litla stelpan í næsta húsi. Gunnar, fyrirgefðu. Ég vissi ekki að það væri í mínum verkahring að skemmta þér. Ég skal reyna að vera skemmtilegri.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.1.2008 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband