Stína hin unga
26.1.2008 | 07:36
Ég fór í partý í kvöld heima hjá Hotze, umsjónarkennara mínum. Partýið var haldið til heiðurs Angeliku Kratzer sem er þekktur merkingarfræðingur. Hún hélt fyrirlestur hér í dag. Í partýinu hitti ég Stefan en hann er austurrískur málfræðingur sem kennir hér við enskudeild. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við hittumst að meðaltali einu sinni á ári. Það er ekki mjög mikið þar sem við erum við sama skóla. Hann tók með sér meðleigjendur sína tvo, Ken frá Svíþjóð (Málmey nánar tiltekið - hann þekkir konu sem sér um fjármálin fyrir Henning Mankell) og Jack frá Ástralíu. Það kom í ljós að þeir félagar eru báðir fæddir á ári apans svo ég hafði orð á því að ég væri fædd á ári hanans. Þeir fóru að ræða hversu gömul ég væri þá og Ken hélt ég væri fædd 1977. Jack sagði að ég hlyti að vera fædd síðar því merkin kæmu á tólf ára fresti og ég hlyti því að vera fædd 1981. Ég hló við og þakkaði þeim innilega fyrir hólið. Það er ekki amalegt þegar ungir menn halda að maður sé um eða undir þrítugu. Þegar þeir föttuðu að ég væri ekki fædd 1981, eða 1977, sagði Jack að ég hlyti þá að vera fædd 1969, sem er rétt. En þeir ítrekuðu að ég liti samt út fyrir að vera undir þrítugu svo mér þykir voðalega vænt um þá núna. Þótt ég sé almennt ekkert viðkvæm fyrir aldrinum þá er nú samt gott þegar karlmenn skafa af manni tíu ár.
Athugasemdir
Frænka!
Æsublóminn er ættlægur
Frændi
Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:50
Frænka!
Æskublóminn er ættlægur
Frændi
Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:50
Ég held að það sé alveg rétt hjá þér frændi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.1.2008 kl. 16:50
Jamm, þetta er í ættinni. Sjáðu bara hvað foreldrar þínir eru unglegir Stína. Líta út fyrir að vera milli fimmtugs og sextugs. Svona eru afi og amma mín líka ungleg.
Annars er ég fæddur á ári snáksins. Það var sumsé 1977...
Sigurjón, 30.1.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.