Sjálfselskan í hinni verstu mynd
28.1.2008 | 17:00
Alveg er það með ólíkindum hvað sumt fólk getur verið sjálfselskt og sjálfhverft. Það er dálkur í morgunblaðinu mínu þar sem fólk getur leitað ráða hjá sérfræðingi um ýmislegt sem hefur með sambönd að gera, hvort sem er sambönd við elskhuga, maka, börn, systkin, foreldra, o.s.frv. Í blaðinu í morgun var bréf frá manni sem segir frá því að hann hafi hitt stóru ástina í lífi sínu þegar hann var ennþá giftur. Hann skildi við konuna sína og hafnaði ósk hennar um hjónabandsráðgjöf. Vandamál hans núna er það að eiginkonan fyrrverandi neitar að skilja að hún er ekki lengur hluti af fjölskyldunni (hans orð). Sem dæmi um það þá heimsótti hún fyrrverandi tengdamóður sína þegar hún lá á dánarbeðinu (hér datt andlitið af mér), hún fór meira að segja í jarðaförina (skömmin), og hún heldur áfram að gefa systkinabörnum mannsins jólagjafir (þvílík frekja). Og ekki nóg með það, hún tók að sér heils dags vinnu (hvernig vogar hún sér) og ætlast nú til þess að unglingsdóttir þeirra hjóna komi til pabba síns eftir skóla á daginn, í tvo tíma á dag, þar til móðirin kemur heim (frekjukerling, veit ekki að hún á að sjá um börnin en ekki pabbinn). Pabbinn fær börnin tvö í kvöldmat í hverri viku (duglegur) og segir að það sé allt í lagi með þau, svo stelpan þurfi ekkert að koma til hans á hverjum degi. Bendir á að nýja kærastan sé þreytt þegar hún kemur heim á kvöldin og því sé erfitt fyrir hana að standa unglingsveseni.
Aaaaaaaaa, mig langar að garga. Sem betur fer var mannfýlunni bent á að hann væri alveg ótrúlega sjálfselskur og að allt sem eiginkonan fyrrverandi gerði væri eðlilegt en hans skoðun væri það ekki. Ég veit að mig myndi langa að kyrkja þennan mann. Ég vona að exið sjái hversu heppin hún er að losna við hann.
Athugasemdir
Mæli líka með www.dearabby.com ef þig langar að hneyklast meira.. bjargar stundum deginum hjá mér að lesa þetta - vitleysan sem fólk annað hvort kemur sér í, hneykslast á eða biðum um ráð út af er stundum alveg ótrúleg.
Mary (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 19:45
Guð minn góður, mér sýnist á öllu að fyrrverandi konan sé svo sannarlega kona í lagi, en já, mig langar að slá manninn utanundir!
Kristín (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:00
Ussususs....
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 29.1.2008 kl. 04:03
Fólk er nú ekki alveg normalt.. Ég les reglulega síður hér í Noregi sem eru fyrir fólk með "mín, þín og okkar" (börn altsvo), það eru þá svona "discussionboards" og það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið heimtufrekt. Sérstaklega á ég erfitt með að skilja kerlingar sem eru að hnýtast út í það að fyrrverandi eiginkonan mæti í jarðarförina til tengdapabba; "hvenær ætlar herfan að skilja að hún er ekki lengur í fjölskyldunni??!!".. Enda ekki vön því frá Íslandi að jarðarfarir séu eingöngu ætlaðar fjölskyldunni, eða að visst fólk megi maður bara tala við ef maður er giftur ættingja þess.. :/
Helga (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 09:25
Ertu að grínast. Annað hvort er þetta djók eða þessi maður ekkert fluggáfaður. Það getur varla verið auðvelt að vera svona mikill aumingi eins og hann lýsir sér. Hún er heppin að vera laus við hann. Getur varla verið einfallt að búa með svona aumingja.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.1.2008 kl. 10:19
Mér finnst dónalegt að kássast afrám upp á fjölskyldu mannsins eftir að þau hjónin hafa slitið samvist. Af hverju getur konan ekki drullast til að heimsækja bara eigin mömmu? Já og er eitthvað augljóst að pabbinn eigi að hafa tíma til að fá börnin til sín á hverjum degi? Tvær hliðar finnst mér. Málið er að konur þekkja stundum ekki landamæri, of miklar rilfinnaingaverur, stendur stundum í vegi fyrir rökréttum ákvörðunum hjá þeim.
Brynjar (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:11
Bryjar þú hlýtur að vera djóka? á hann ekki þessi börn líka? En ég meina auðvita eru til fullt af aumingjum sem eru of uppteknir af sjálfum sér til að muna eða vilja sinna börnunum sínum.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.1.2008 kl. 14:31
No comment, en kíkti samt við.
Þröstur Unnar, 29.1.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.