Allt á kafi í snjó

Marion hringdi í mig áðan og var að velta því fyrir sér hvort við ættum að hætta okkur út til að klifra. Ég var ekki alveg með á nótunum. Skildi ekki af hverju við ættum ekki að gera það. Hún sagðist vera að velta því fyrir sér hvort strætó gengi yfir höfuð. Mín enn ekki með á nótunum kíkti út um gluggann og sá að það var allt á kafi í snjó. Ég hafði svo sem tekið eftir snjó á húsþökum en hafði ekki litið á göturnar, enda vísa gluggarnir mínir ekki á þá áttina. En flestum skólum var víst lokað vegna ófærðar. Heimasíða strætó segir ekkert um að vagnarnir gangi ekki svo ég geri ráð fyrir að maður komist í klifrið þótt það taki kannski lengri tíma en vanalega. Hins vegar hringdi Marion aftur núna rétt áðan og sagði mér að hún hefði gleymt klifurdótinu hjá foreldrum sínum í Chilliwack. Svo ég mun ráðast ein í snjóinn. Klæði mig bara vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband