Draumastarfið
30.1.2008 | 18:18
Í dag sá ég draumastarfið mitt auglýst. Starfið er fyrir Vanoc, Ólympíunefndina í Vancouver, og er að hafa umsjón með öllu því sem að tungumálum kemur við Ólympíuleikana 2010. Sem gamall skíðamaður og almennt vetraríþróttaaðdáandi finnst mér þetta starf eins og skapað handa mér. Gallinn er að þeir krefjast sama sem lýtalausrar frönskukunnáttu og frönskuþekking mín frá því menntó er ekki svo góð. Ég sótti samt um í von um að þeir finni engan sem uppfyllir öll skilyrði og verði þess vegna að sætta sig við einhvern með lágmarksfrönskukunnáttu. Hinn gallinn er reyndar sá að þeir vilja ábyggilega ráða til sín einhvern strax og ég er auðvitað í námi, en ef ég verð að vinna það sem eftir er ritgerðar með fullri vinnu, þá held ég að það sé þess virði. Svona störf koma ekki á hverju ári. Aðeins er til eitt slíkt fyrir hverja ólympíuleika og hvaða líkur eru á því að þau losni í löndum þar sem ég hef atvinnuleyfi?
Nú er bara að halda í litlaputta og vona hið besta.
Nú og ef ég fæ ekki þessa vinnu þá held ég áfram að skrifa og vona að eitthvað spennandi losni um það leyti sem ég útskrifast.
Athugasemdir
hvað þú lest bara eina frönsku málfræði bók og eina franska orðabók og svo lestu þetta aftur í öfugri röð og málið er dautt ;)
Þetta er mjög spennandi oh hvað ég vildi að ég gæti verið í Wisthler árið 2010
Hrabba (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 20:02
Já, gangi þér vel með þetta :-)
Einar Indriðason, 30.1.2008 kl. 22:57
Krossa fingur fyrir thig...og sting upp a strongu fronskunamskeidi a naestu manudum....!
Rut (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 08:26
Þú ert nú varla GAMALL skíðamaður, er það Stína?
Annars óska ég þér góðs gengis með starfsumsóknina.
Sigurjón, 2.2.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.