Háskóli í hættu
30.1.2008 | 23:47
Það er eitthvað mikið að gerast hér á skólasvæðinu í dag. Við Lína hittumst í kaffi á suðurhluta campus og röltum síðan norðurávið þar sem bæði lyfjafræðin og málfræðin eru til húsa. Þegar við gengum fram hjá líffræðibyggingunni (Bio-Science building) þá var búið að loka öllu með gulu límbandi, lögreglumenn voru á vappi fyrir utan og lögregluþyrla sveimaði fyrir ofan. Enginn áhorfenda virtist vita hvað var í gangi en þegar ég labbaði í burtu heyrði ég einhvern minnast á sprengju.
Stuttu seinna fékk ég tölvupóst þar sem sagt var að byggingunni hefði verið lokað á milli upp úr tvö í dag og engum væri hleypt út né inn. Giskaði er á að um 1000 manns séu þarna inni. Lögreglan biður alla að vera á varbergi og varar fólk við því að vera á ferli. Menn eru hvattir til þess að halda sig í þeim byggingum þar sem þeir eru nú þegar og fólki ráðlagt að fara ekki út í skóla ef það er þar ekki nú þegar.
Lögreglan vill ekki gefa neinar frekari upplýsingar en lofar þeim innan klukkutíma. Ég held að þeir hafi fengið hótun um sprengju. En hvað veit ég.
Viðbætur: Í nýrri tilkynningu er hættuástandi létt og fólki leyft að fara ferða sinna á ný. Engin skýring hefur komið á því hvað var í gangi en líffræðibyggingin er enn lokuð og allir tímar verið lagaðir niður í dag.
Athugasemdir
Thessir liffraedingar!!!
Kv. Rut
Rut (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.