Ekki við mig að sakast
31.1.2008 | 03:52
Fyrir tveim árum var ég aðeins að dúlla mér með flugmanni hjá Air Canada sem þá flaug einmitt á milli Toronto og Evrópu. En síðast þegar ég frétti var hann farinn að fljúga frá Vancouver til Asíu þannig að þetta hefur varla verið hann. Enda hef ég enga ástæðu til þess að ætla að hann hafi fengið taugaáfall. Alla vega á ég ekki sök á því ef svo var.
Ég flýg annars nær alltaf með Air Canada þegar ég flýg þannig að ég ætla að vona að þeir láti líta á hausinn á þessum áður en hann fær að fljúga aftur. Vildi helst ekki þurfa að hafa áhyggjur af flugmanninum þegar vélin lætur illa og maður hefur nóg annað að hafa áhyggjur að. Ég man reyndar einu sinni þegar ég var að fljúga heim frá London að flugmaður Air Canada var að húkka far heim og sat í fullum skrúða við hliðina á mér. Einhverjum fannst þetta nógu fyndið til að spyrja hver væri eiginlega að fljúga vélinni fyrst hann sæti þarna afturí. Hann var greinilega búinn að heyra þennan áður.
Flugmaður fékk taugaáfall í flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.