Íþróttir eru hættulegar

Það er hættulegt geðheilsu manna að fylgjast með íþróttum. Alla vega ef manni er ekki sama um það hvernig leikar fara. Hokkíliðið mitt er í algjöru tapstuði þessa dagana og gengur hvorki né rekur. Þeir tapa flestum leikjum, líka þeim þar sem þeir eru miklu betri aðilinn. Það sem þá vantar er almennilegur markaskorari.

En þessi endalausu töp þessa dagana taka á. Maður situr ýmist í fýlu fyrir framan sjónvarpið (þegar þeir eru undir) eða maður situr í keng (þegar jafnt er). Í gær töpuðu þeir fyrir Tampa Bay sem er eitt lélegasta liðið í deildinni og í kvöld fyrir Florida, sem er ekki sérlega gott lið heldur. Enginn skilur hvað er í gangi.

Þetta er ástæðan fyrir því að svo margir halda með Manchestur United. Þeir vinna svo oft að aðdáendur þeirra þjást ekki eins mikið og aðdáendur annarra liða.

Stundum vildi ég að mér væri algjörlega sama um íþróttir. En á móti kemur að það er svo gaman þegar vel gengur að maður verður að sætta sig við dældirnar inn á milli. Aðalatriðið er að komast í úrlistakeppnina í vor og spila vel þar. Ef það gengur upp er öllum sama um nokkur töp yfir veturinn. En töpin mega ekki verða of mörg því aðeins átta lið úr hvorum landshluta fá að spila til úrslita og eins og staðan er núna erum við í áttunda sæti. Það má því lítið út af bera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis,en annars hvernig er hitastigið hjá þér í Kanada.Hér má ekki fara yfir fimm stig í frosti þá kvarta ansi margir. Íslendingar gleyma því í dag sérstaklega unga kynslóðin að við erum komin af grjóthörðum víkingum,hafðu það svo fínt í útilegunni í Kanada.

jensen (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hitastigið hér hangir svona í kringum núllið þessa dagana. En það er líklega eini staðurinn í landinu - við hér á vesturströndinni erum býsna heppin. Í mínu gamla bæjarfélagi - Winnipeg - er ábyggilega kaldara. Þar var oft um þrjátíu stiga frost í janúar febrúar. Sjálf er ég hálfgerð kuldaskræfa en fannst samt sjaldnast of kalt á Íslandi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 01:09

3 Smámynd: Mummi Guð

Mér finnst svo vitlaust þegar fólk heldur með góðu liðunum, eins og Man Utd bara vegna þess að þeir vinna svo oft. Í gær gerði United jafntefli við Tottenham og þeir United men sem vinna með mér verða hundfúlir í vinnunni á mánudaginn, þó þeir séu í öðru sætinu í deildinni. Út af því að þeir vilja að liðið sitt vinni alla leiki.

Ég held með Crystal Palace og ég fagna hverju stigi sem við fáum og ef einhver ætlar að bögga með lélegu gengi þá bendi ég bara á það að Palace sló Liverpool út úr bikarnum 2005. Ég lifi enn á þeim úrslitum.

Mummi Guð, 3.2.2008 kl. 09:39

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Rétt hugarfar hjá þér Mummi. Það er annars sjaldgæft í hokkíi að lið vinni flesta leiki. Meira að segja Detroit sem er með besta liðið í deildinni í dag hefur tapað þó nokkrum leikjum í vetur, og Ottawa sem er mep næstbesta liðið tapaði fimm leikjum í röð í haust. Við erum því miklu vanari töpum en Man Utd. aðdáaendur. Í fótboltanum held ég annars með Arsenal þannig að þessi vetur hefur verið góður. En undanfarin ár hafa verið mögur. Mér finnst yfirleitt að fólk eigi að halda með sínu liði í gegnum þykkt og þunnt. Maður má fara í fýlu ef tapleikirnir verða of margir, svo framarlega sem maður heldur áfram að styðja liðið. Mér leiðist mest fólkið sem notar 'við' þegar leikir vinnast en 'þeir' þegar leikir tapast.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Við í Liverpool getum ekki rassgat.

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband