Ofurskálaleikurinn - Sigur Risanna
4.2.2008 | 04:04
Leikurinn var ekkert smáspennandi. Ég horfđi reyndar ekki á hann allan en sat límd síđustu mínúturnar. Ja, eiginlegt stóđ ég límd ţví ég var komin í úlpu og búin ađ setja á mig húfu ţví ég ţurfti ađ fara út ađ sćkja Sezhuan grćnar baunir sem ég hafđi pantađ á kínahúsinu hér í hverfinu (rosalega góđur réttur).
New England skorađi touchdown ţegar sirka fjórar mínútur voru eftir af leiktímanum og stađan var 14-10. Ţađ var ţví ekki nóg fyrir New York ađ skora field goal - ţeir hefđu komist hćst í 13 stig. Ţannig ađ ţeir urđu ađ skora touchdown. Ţeir áttu eftir sín ţrjú hlé og tóku ţau eftir hverja tilraun til ađ stoppa klukkuna. Smám saman fćrđust ţeir upp völlinn og međ ótrúlegu kasti frá quarterback Eli Manning og ótrúlegu blöffi hjá hlauparanum David Tyree náđu ţeir ađ skora touchdown ţegar innan viđ ţrjátíu sekúndur voru eftir af leiktímanum.
New England Patriots höfđu ţví ađeins hálfa mínútu til ţess ađ skora en hinn frábćri quarterback Tom Brady náđi ekki ađ koma boltanum til hlaupara sinna og leikurinn endađi 17-14.
Ég efast um ađ margir hafi reiknađ međ ţessum úrslitum — Patriots höfđu ekki tapađ einum einasta leik í allan vetur og virtust međ ósigrandi liđ. Giants aftur á móti algjör undirhundur (underdog) og spiluđu ekki einn einasta heimaleik í úrslitakeppninni. Gaman ţegar svona gerist.
![]() |
Superbowl og Super Tuesday |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Sćl, Stína.
Mađur fćr nćstum áhuga á ruđningi viđ ţennan lestur.
Ţarna áttust viđ Risar og Föđurlandsvinir. Mér finnst alltaf gaman ađ ţýđa liđaheiti.
Field goal er vallarmark og kvartbakurinn er leikstjórnandinn. Undirhundur er hins vegar svo frábćr ţýđing ađ ég glotti viđ fót.
Gísli Ásgeirsson, 4.2.2008 kl. 07:34
oh vissi ađ ég hefđi átt ađ vaka yfir leiknum - ótrúlegt en satt en ţá var hann sýndur á Sýn!!
Hrabba (IP-tala skráđ) 4.2.2008 kl. 17:06
Ég vakti yfir leiknum og sá ekki eftir ţví, ...fyrr en ég ţurfti ađ mćta í vinnu í morgun!
Mummi Guđ, 4.2.2008 kl. 21:23
Takk Gísli. Og já, ég held ađ viđ ćttum ađ fara ađ tala um undirhunda. Ţetta er gott orđ.
Hrabba og Mummi, ég ţurfti ekki ađ vaka. Svona er mađur heppinn stundum. Sama á viđ um óskarinn. Ég sé hann á mannlegum tíma.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:04
Leikurinn var flottur - ég er ekki mikil fótbolta manneskja og finnst ennţá frekar erfitt ađ átta mig á öllum leikreglunum, en ţađ var bara geggjađ gaman ađ superbowl ţetta áriđ! Minn mađur Boss (risi númer 89) stóđ sig verulega vel sem spillti ekki fyrir.
Já og undirhundar - ţetta er nýyrđi ársins held ég bara!
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 6.2.2008 kl. 02:34
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.