Vantaði þessi orð

Leikstjórnandi og snertimark. Mig vantaði einmitt þessi orð þegar ég skrifaði um leikinn fyrr í dag. Ég hef í raun aldrei heyrt talað um bandarískan fótbolta á íslensku og hef því ekki hugmynd um hvernig á að tala um þennan leik á okkar ástkæra. En er ruðningur ekki rugby?

Hér má annars sjá það sem ég skrifaði um leikinn strax eftir að honum lauk. Þið getið leikið ykkur að því að fylla inn ensku orðin með þessum íslensku.  


mbl.is New York Giants unnu Superbowl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

humm jú ég mundi segja ruðningur fyrir enska rugby og bandarískur fótbolti fyrir american football :)

Hrabba (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:10

2 identicon

Sæl Kristín,

Ég vil benda þér á íslenskt orða- og hugtakasafn yfir heiti í amerískum fótbolta. Það má finna hér: http://nfl.informe.com/viewtopic.php?t=258 

Loftur (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Mummi Guð

Rugby og Ruðningur eru gjörólíkar íþróttir, nánast svipað eins og tennis og skvass.

Ruðningur er það orð sem var fundið yfir ameríska fótboltann og finnst mér nafnið passa vel við ameríska fótboltann. Mun betur en við rugby-ið.

Mummi Guð, 4.2.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Loftur. Kíki á það.

Mummi, ég vissi að rugby og football voru mismunandi íþróttir en ég hélt bara að ruðningur væri þýðing á rugby, enda ekki ósvipuð orð. Hins vegar er ég svo sem sammála þér að það er aðallega í ameríska fótboltanum (bæði bandaríska og kanadíska) þar sem menn virkilega ryðja hver annan niður, þannig að þetta er góð þýðing að því leyti.  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Eru menn ekki minna varðir í þeim enska? Hálfgerð áflog þar og allt í drullu.

Marinó Már Marinósson, 4.2.2008 kl. 22:10

6 identicon

Jú, menn eru minna varðir í enska. Þar sem ég sæki lífsvisku mína mikið í Friends-þættina, þá man ég eftir þætti í fjórðu seríu þar sem Ross var að reyna að heilla breska kærustu sína með því að spila "rugby" við enska vini hennar. Ég vissi það sosum fyrir þann tíma (munurinn á football í USA og rugby í UK), en alltaf gott að fá það staðfest í Friends...

kær kveðja til þín, Kristín!  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband