Athyglisverð endurtekning

Það er svolítið fyndið að heyra þessar fréttir um að enska knattspyrnusambandið ætli að láta spila leiki í ensku deildinni utan Englands, og að þær fréttir berist í fjölmiðla áður en talað er við leikmenn og knattspyrnustjóra. Ástæða þess að mér finnst þetta fyndið er sú að það er innan við mánuður síðan nákvæmlega sama staða kom upp í NHL deildinni. Þar hefur verið ákveðið að spila fleiri NHL leiki utan Norður Ameríku og er helst talað um Svíþjóð og Rússland í því samhengi. Þar var farið að alveg eins og hjá þeim ensku því ekkert var rætt við leikmenn eða þjálfara um þetta. Formaður Sambands NHL leikmanna kom þá í fjölmiðlum og kvartaði yfir því að þetta skuli ekki hafa verið rætt við leikmenn áður en þetta var tilkynnt.

Í haust voru reyndar leiknir tveir leikir í London, báðir á milli Stanleybikarshafanna Anaheim Ducks og nágranna þeirra í LA Kings. Þótt þetta heppnast vel en mér skilst þó að leikurinn hafi að mestu farið framhjá Lundúnabúum sem vissu almennt ekki að því að stórleikur í hokkí færi fram í borginni. Reikna má með því að þeir ensku myndu auglýsa þessa leiki betur. 


mbl.is Sir Alex öskuillur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta gengur ekki eftir. Lofa.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.2.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband