Talarðu ensku?

Ég fann þetta hérna á You Tube. Margt sniðugt þar.

 

 

 Þetta minnir mig á brandara sem ég heyrði þegar ég var í menntó. Tveir gamlir menn sátu á bekk þegar ungur bakpokaferðalangur stoppaði hjá þeim. Hann spurði: Excuse me, but do you speak English? Þeir gömlu litu hvor á annan og síðan aftur á unga manninn og hristu höfuðið. Hann sagði þá: Taler du dansk? Aftur hristu þeir gömlu höfuðið. Sá ungi var ekki af baki dottinn og spurði: Sprachen sie Deutsch? En ekki skildu gömlurnar það. Parlez vous francaise? Nei, ekki gerðu þeir það heldur. Að lokum gafst ungi maðurinn upp og gekk í burtu. Þá leit annar gamli á hinn og sagði: Heldurðu að við hefðum kannski átt að læra eitthvert erlent tungumál? Hinn hristi höfuðið og sagði: Til hvers? Þessi maður kunni fjögur tungumál og ekki hjálpaði það honum!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

... og ekki hjálpaði það honum! Brillíant.

Berglind Steinsdóttir, 9.2.2008 kl. 10:15

2 identicon

Takk fyrir þennan. Hann er flottur. Svona geta menn stundum séð heiminn.

Sölvi (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Mummi Guð

Góður þessi.

Mummi Guð, 9.2.2008 kl. 11:34

4 identicon

haha tær snilld :D

Hrabba (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Tek undir þetta.  Tær snilld.      

Marinó Már Marinósson, 9.2.2008 kl. 17:12

6 identicon

Þegar ég var yngri þá var ég afgreiðslu í kjötverslun þegar inn kom enskumælandi maður og ég ekki sleypur þannig að ég bað vinnufélagan að redda mér,sá enski vippaði sér að þeim gamla og spurði, do you speak english og hann svaraði að bragði: Jess pínu lítið :) ég hélt ég yrði ekki eldri

Gúndi Glans (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 19:48

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Do you speak English?  Nei því miður, ég bara vinn hérna.

Marinó Már Marinósson, 9.2.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband