Nágrannaerjur - Annar hluti

Stríðið milli Alison og Ritu heldur áfram og það verður erfiðara að leiða þetta hjá sér enda beinast nýjustu aðgerðir að mér jafn mikið og að Alison. Svo er mál með vexti að íbúðirnar þrjár eru mjög misstórar og ég held að Rita hafi 1200 ferfet og Alison 400. Hef ekki hugmynd um hvað ég hef - aðeins meira en Alison en mikið minna en Rita. Vegna þessa hefur rafmagns og gasreikningunum alltaf verið skipt miðað við stærð íbúða þannig að Rita borgar um helminginn og við Alison hinn helminginn. Þannig hefur þetta verið í húsinu í áraraðir. Þetta er ekki skráð í leigusamningana en bæði mér og Alison var tilkynnt þetta þegar við fluttum inn.

Rafmagnsreikningurinn kom í dag og Rita skrifaði á miða töluna sem ég á að greiða og setti undir hurðina hjá mér. Ég rétt svona leit á miðann og setti hann svo í bunkann með öðrum reikningum án þess að hugsa frekar um það. Í kvöld hringdi svo Alison í mig. Rita hafði skilið eftir skilaboð á símsvaranum hennar um það að framvegis yrði reikningum skipt jafnt í þrjá hluta enda notaði hún ekki mikið rafmagn þar sem hún væri ekki með netið (eins og það eyði svona miklu) og hún notaði heldur ekki mikið vatn (samkvæmt Alison er hún 20 mínútur í sturtu á morgnana - ég veit ekkert um það, heyri aldrei vatnið renna fyrir neðan mig).

Alison er alveg vaðvitlaus og ætlar að hringja í eigendurna sem ekki hafa enn svarað kvörtun hennar frá því í síðustu viku. Málið er að ég get ekki látið Alison sjá um þetta eina því nú er Rita farin að heimta að ég borgi líka meira í reikningunum. Það er kannski hægt að verja þetta með rafmagnið en hvað hitann snertir kemur ekki til greina að borga eins mikið og Rita. Hennar íbúð er helmingi stærri en okkar. Það tekur miklu meira að hita hana en okkar íbúðir. Og þar að auki virðist alltaf heitara hjá henni. Þvílíkt bull.

Það er best að sjá hvort Alison nær á Goldman genginu á morgun og hvað þau segja. Mikið leiðist mér svona. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afram Stina og Alison...! Thetta fer nu ad verda framhaldsthattur sem eg ma ekki missa af...hvad gerist naest i nagrannaerjum a Sjoundastraeti! Eg vona ad thad verdi ekki of margir thaettir i thessari seriu, og ad thetta leysist farsaellega...nema fyrir Ritu! Thad er natturulega synd ad thad skuli ekkert vera til skrifad um skiptinguna (aettud kannski ad fara fram a thad nuna), og eigendurnir aettu ad sja soma sinn i ad setja "stjornbordid" a neutral svaedi, adgengilegt fyrir alla! Thu utfaerir kannski bara svissneska statusinn thinn og ferd ad framleida ur, osta, sukkuladi og bankareikninga!!!

Vid deilum vatnsreikningnum med ibuunum a haedinni fyrir ofan, thad hefur gengid mjog vel...fyrir THA, thvi vid hofum gert thetta thannig ad vid skiptumst a ad borga reikningana sem koma, en thau eru svo utsmogin ad thau taka vid reikningunum -meira ad segja med bros a vor, og borga tha svo bara ekkert, thannig ad stuttu seinna kemur lokaitrekun og hotun um ad loka fyrir vatnid (sem hefur gerst einu sinni, thvi eg tok ekki vid hotuninni!) og tha borga eg i hvelli. Til allrar hamingju leystist thetta svo farsaellega fyrir mig, thvi ibuunum var hent ur ibudinni rett fyrir jol (amk manninum, eg hef grun um ad fruin se i fangelsi), en thad for illa fyrir eigandanum thvi thessi agaeti leigjandi tok sig til og molvadi thad sem hann molvad gat, flisar, veggi og svona, i kvedjugjof -auk thess sem hann borgadi ekki leigu i halft ar. Thad voru idnadarmenn her i 3 vikur ad gera ibudina iveruhaefa og nu stendur yfir leitin ad nyjum leigjendum! Til allrar hamingju verdum vid her ekki mikid lengur ;) Knus fra poslettubuanum -Rut

Rut (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er sko miklu meira fjör en Bold and the Beautiful, ég fylgist spennt með! Gangi ykkur vel, þetta er nú meiri leiðindakjéddlíngin þarna á miðhæðinni.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.2.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband