Mæli með Spamalot
13.2.2008 | 23:18
Ég var svo heppin að sjá Spamalot með samasem upphaflegum leikurum í New York fyrir tveim árum. David Hyde Pierce og Hank Azaria voru þá báðir í sínum hlutverkum og ég er ákaflega ánægð með að hafa fengið að sjá þá tvo.
Pierce var alltaf svo yndislegur í hlutverki Niles í Fraser og Azaria þekkja flestir úr Friends sem David, kærasta Phoebe sem fór til Minsk. Rödd hans má svo auðvitað heyra frá ýmsum karakterum í Simpson. Eiginlega fór ég á Spamalot út af þessum tveim. Ég hafði ekki ætlað mér á Broadway sýnginu en ég var að labba um leikhúsahverfið í New York þegar ég sá auglýsinguna um Spamalot og þessi tvö nöfn upplýst á skiltinu. Ég fór beint og keypti mér miða.
Sem betur fer vissi ég ekki fyrr en eftir á að Tim Curry hafði upphaflega leikið hlutverk Arthurs konungs en eins og fyrir alla aðdáendur Rocky Horror Picture Show og Clue hefði það auðvitað fullkomnað sýninguna að fá að sjá Curry á sviði.
Spamalot er hreint út sagt frábær sýning. Lögin eru skemmtileg, línurnar drepfyndnar fengnar úr upphaflegu myndinni og útsetning atriða sniðug (t.d. fyndið að sjá hvernig þeir fara með svarta riddarann sem er brytjaður niður heldur auðveldara að eiga við í bíómynd en á sviði.)
Það hlýtur að koma að því að einhver setji þetta upp á Íslandi.
Monty Python gerir ekki grín að Spears | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, ég tek undir það - sjáið Spamalot ef þið hafið möguleika á því!
Ég sá uppfærsluna í London í fyrra og þetta er ein fyndnasta sýning sem ég hef séð lengi. Allt frá byrjun, þegar ljósin deyfast og rödd John Cleese hljómar:
Ágætu leikhúsgestir. Sýningin er um það bil að hefjast. Á þessari sýningu er allt í lagi að hafa kveikt á farsímum, boðtækjum og öðrum áhöldum sem gefa frá sér hljóð hvenær sem er á meðan verið er að leika, talið endilega sem mest í farsímana ykkar og við hvert annað! ... en munið ... að á sviðinu eru vel vopnaðir leikarar og við tökum ENGA, nákvæmlega ENGA ábyrgð á því hvað þeir gætu gert ef símarnir ykkar fara að hringja óvænt. Svo ... eftir á að hyggja þá held ég að það sé öruggast að þið hafið slökkt á þeim meðan á sýningunni stendur. Thank you!
Gunnar Kr., 15.2.2008 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.