Hokkímaður skorinn á háls
14.2.2008 | 07:05
Pabbi sagði mér frá því að sjónvarpið hefði sýnt frá hokkíslysinu þar sem Richard Zednik hjá Florida Panthers var skorinn á háls af skauta samherja. Ótrúlegt að hann stóð upp og skautaði sjálfur að bekknum.
Ég veit ekki hvort það kom fram í fréttum að hann var kominn á skurðarborðið á innan við klukkutíma og í raun var það röð tilviljana sem gerði það að verkum að hægt var að taka á þessu svona snemma.
1. Læknir sat við hliðina á bekknum og gat rokið til samstundis og sett þrýsting á sárið.
2. Nálægasti spítali var í aðeins tveggja mínútna fjarlægð frá vellinum.
3. Starfsmaður spítalans sem var að horfa á leikinn í beinni útsetningu hringdi umsvifalaust á skurðstofuna svo hægt var að undirbúa aðgerð.
4. Aðeins einn skurðlæknir var á vakt en annar skurðlæknir var á leiknum og hann rauk umsvifalaust upp á spítala til að hjálpa til.
Ef maður meiðist á annað borð er kannski best að meiðast þegar nógu margir eru að horfa.
Hér má sjá hvernig þetta gerðist ef einhver missti af því í fréttunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.