Ađ gefa til baka

Ţađ er alltaf gott ţegar vel stćtt fólk ákveđur ađ leggja sitt af mörkum til ađ hjálpa öđrum. Ég hef áđur nefnt hvernig hokkíleikmenn í Vancouver safna peningum til krabbameinsrannsókna, en ţeir gera einnig mjög margt til stuđnings veikum og fátćkum börnum. Sumt gera ţeir af sjálfsdáđum og međ eigin peningum (Cook foundation for kids er styrktarsjóđur Matt Cook og eiginkonu hans, Markus Naslund borgar fyrir svítu á vellinum og fyllir hana af fátćkum börnum á hverjum leik), annađ gera ţeir sem liđ, svo sem ađ heimsćkja börn á spítölum, safna peningum fyrir langveik börn, o.s.frv. og annađ er hluti af Canucks Place sem er heimili fyrir foreldra veikra barna sem ţurfa ađ koma langt ađ. Ţar getur fjölskyldan dvaliđ ókeypis á međan barniđ er á spítala. Húsiđ er í eigu Canucks Sports and Entertainment sem aftur er í eigu Francesco Aquilini og brćđra hans. Eigendur, ţjálfarar og leikmenn liđsins eyđa í raun ótrúlegum tíma í góđ málefni.

Í gćr var haldin svokölluđ Ice and dice hátíđ ţar sem leikmenn reka spilavíti og rennur allur ágóđi til veikra barna. Fólk kemur ekki ţarna til ađ vinna peninga heldur til ţess ađ fá tćkifćri til ţess ađ hitta leikmenn og ţjálfara dressađa upp. Ég hefđi alveg getađ hugsađ mér ađ fara en ég á enga peninga til ađ spila međ og ég á ekki einu sinni föt sem hćfa tilefninu. Lćt mér í stađinn nćgja myndir. Og mér finnst ţeir eitthvađ svo krúttlegir ađ ég verđ ađ setja inn mynd. Dúllan hann Vigneault minn er annar frá vinstri í röđ ţjálfaranna (fremst).

 

team dressed up

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband