Vinir
16.2.2008 | 08:07
Ég hef oft hugsað um það hvernig maður eignast vini og hvaða vinir það eru sem eru til lífstíðar. Ég hef stundum sagt að maður eignist einn góðan vin á hverju æviskeiði aðrir svona komi og fari. Og ég held það sé nokkuð til í þessu því þótt maður eigi yfirleitt nokkuð marga vini á hverju tímabili þá eru það mjög fáir sem koma með manni inn í hið næsta.
Yfirleitt er það þannig að vinirnir breytast í kunningja þannig að maður fylgist kannski með þeim úr fjarlægð, skrifar tölvupóst af og til, hittir fólk þegar báðir eru á landinu eða í bænum... og þótt í raun kalli maður þetta fólk vini mans, þá er staðan öðruvísi en hún var þegar vináttan var náin.
Ef ég lít á þá sem urðu nánir vinir myndi ég segja að Sigga væri eina vinkona mín frá barnsaldri sem er enn náin mér. Frá menntaskólaárunum er það fyrst og fremst Guðrún Helga (sem ég hef þekkt frá fæðingu enda frænka mín, en við urðum í raun ekki vinkonur fyrr en í menntó) en ég hef þó alltaf reglulegt samband við Helenu og Dóru - menntaskólaárin voru væntanlega vænlegust hvað þetta snertir. Á háskólaárunum var Rut besta vinkona mín og frá Manitoba árunum er það aðallega Tim sem ég tala við. Þetta eru þeir sem eru mínir bestu vinir því þau hafa fylgt mér á milli tímabila og jafnvel fjarlægð getur ekki slitið þau bönd sem þá mynduðust.Hér í Vancouver myndi ég segja að Marion, Rosemary og Julianna væru mínir nánustu vinir en margir aðrir hafa komið og sumir farið. Leszek og Jeremy sem voru mínir bestu vinir hér fyrstu tvö árin kláruð sitt mastersnám og fluttu í burtu, Kim sem ég klifraði með á tímabili flutti í burtu, og nú er Marion að fara að flytja í burtu.
En svona er lífið einfaldlega og ég held að það kryddi bara tilveruna þegar leiðir manns liggja saman við leiðir annarra í ákveðinn tíma. Og í raun er svo ákaflega auðvelt að kynnast nýju fólki svo framarlega sem maður er opinn fyrir slíku. Og mér hefur fundist ég eiga auðveldara með það undanfarið. Ég fer t.d. reglulega á kaffihús með Akimi sem ég kynntist í gegnum fótboltann, við Mark skrifumst á mörgum sinnum í viku þótt við hittumst ekki oft, ég hef átt margar góðar stundir með nýju Íslendingunum á svæðinu, nýlega endurnýjaði ég kynnin við Stefan sem ég hafði ekki rekist oft á síðastliðna tvo vetur og í gegnum hann kynntist ég Robert sem er ákaflega geðugur náungi. Þar að auki á ég fjölmarga kunningja sem ég hitti þegar ég fer og klifra, svo sem Dave, Colin, Scott, Zeke... Þetta fólk gerir líf mitt ánægjulegra og þótt ég taki aðeins einn náinn vin með mér inn í næsta tímabil þá er það allt í lagi, því þar mun ég eingast nýja vini.
Og nú á ég líka fjöldann allan af bloggvinum!
Athugasemdir
Flottur pistill hjá þér, og þetta eru sko orð að sönnu. Maður tekur allaf 1 góðann vin með sér inn í næsta tímabil í lífinu :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.2.2008 kl. 08:53
Tek undir med fyrri raedumanni, flottur pistill. Thetta fekk mig lika til ad hugsa svolitid til baka og a minn eigin feril og hverjir hafa flust med a milli timabila hja mer. Thvi midur a eg enga aeskuvini sem hafa fylgt med framtil dagsins i dag (nema audvitad systur minar, sem eru mer enn kaerar vinkonur), svo Helga F sem eg kynntist a fyrsta ari (fyrsta degi!) i mennto er elsta vinkona min, og hun hefur fylgt mer alla tid sidan thott vid hofum verid misnalaegar og misfjarri hvor annarri. A haskolaarunum baettust thid Asgeir i hopinn og atthagarnir (gonguhopurinn) var svona a nalaegri hlidarlinu og hefur haldid thvi afram. I london baettust Annalisa og John Eady i hopinn, i noregi Xiaolin og Cathrine og thad er stor hopur af itolskunemum, blokurum og fyrrverandi vinnufelogum sem eg held agaetum tengslum vid, thott sambandid se mis naid. Her i Pavia er thad Marghi sem eg tek med mer a naesta timabil og svo er fjoldi af folki her og thar i heiminum sem hafa kryddad lifid og eru mer kaerir ur ymsum ferdalogum (t.d. kubu og patagoniu) sem eg held sambandi vid og svona. En eg held ad analysan thin passi vel, eg hef aldrei tekid meira en 1 -hamark 2 virkilega goda vini med mer a milli timabila. Og thegar manni tekst thad, tha er madur rikur ;)
Rut (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 09:11
Ég man að ég var svo hissa eftir tvítugt að vera enn að eignast vini. En þegar maður fer víða nær maður sambandi við fólk sem er á sömu bylgjulengd og maður sjálfur. Og safnar því sumu.
Berglind Steinsdóttir, 16.2.2008 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.