Ég er að reyna að reikna þetta út...

Ég var á málabraut í menntó og er því kannski enginn sérfræðingur í stærðfræði en mér finnst reiknisdæmið í þessari frétt um Marley ekki alveg ganga upp:

Scorsese verður ekki á flæðiskeri staddur með efni í myndina, því auk þess að senda frá sér hið gríðarlega vinsæla lag No Woman No Cry og gefa út yfir tuttugu plötur, þá lifði Marley af morðtilraun árið 1976 og feðraði yfir þrettán börn. Þrjú með eiginkonu sinni Ritu, tvö ættleidd og átta börn sem hann átti með mismunandi konum. Samkvæmt Ziggi Marley mun myndin endurspegla líf föður hans á áhrifamikinn hátt.

Reiknisdæmið er svona:

Börn með eiginkonu = 3
Ættleidd börn = 2
Börn með öðrum konum = 8

Dæmið er sem sagt 3+2+8= 13

Rétt?

Samkvæmt þessu átti Marley 13 börn. Hvernig stendur þá á því að í fréttinni segir að hann hafi átt yfir 13 börn?


mbl.is Heimildarmynd um Bob Marley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn var eins og rófulaus hundur, það veit enginn nákvæmega hvað hann á mörg börn en sumir telja töluna vera nær 20. Hann gekkst við 13 og því réttast að segja að hann átti í það minnsta 13 börn.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 01:29

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir útskýringuna Gunnar. Þetta er ábyggilega það sem blaðamaður hafði í huga. Hefði verið betri fréttaflutningur að nota þitt orðalag (þ.e. 'í það minnsta', ekki endilega 'rófulaus hundur').

Fólki hér finnst fyndið þegar ég nota setninguna fuxx like a tailless dog. Ég þarf að útskýra hvaða það þýðir. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.2.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband