Áskorun til Morgunblaðsins

Ég skora hér með á Morgunblaðið að birta úrslit úr leikjum í íslensku íshokkídeildinni. Þessi íþrótt er alveg jafnrétthá og aðrir íþróttir sem leiknar eru á landinu og það er algjör skandall að maður skuli ekki geta farið á heimasíðu stærsta blaðs landsins og fengið að vita úrslitin. Um helgina voru leiknir að minnsta kosti tveir leikir, ef ekki fleiri, en ég get hvergi fundið úrslitin á síðu blaðsins. Í staðinn má finna ítarlegar fréttir af formúlu 1 sem að mér vitandi er ekki íþrótt sem stunduð er á landinu.

Og þetta á ekki bara við um hokkí - margar íþróttir virðast ekki hljóta náð fyrir augum íþróttafréttamanna og mér skilst að t.d. sé yfirleitt ekkert sagt frá þeim akstursíþróttagreinum sem stundaðar eru í landinu. Þá er lítið sagt frá skíðaíþróttum, nema kannski helst frá heimsmeistaramótinu.

Það er eins og að ekki megi segja frá neinu sem ekki hefur með bolta að gera (nema formúlunni).

(Ókei, ég geri mér grein fyrir að ég hef minnst á þetta áður, en í kvöld horfði ég á netinu á leikinn milli SA og Bjarnarins sem RÚV sendi út í beinni útsendingu, en einhverra hluta vegna gat ég bara hlaðið niður fyrstu tveim leikhlutunum. Svo ég vildi auðvitað sjá hversu mörg mörkin urðu, enda staðan 10-2 eftir tvo leikhluta. Það var hins vegar ekki auðvelt að finna upplýsingar um hvernig leikurinn fór. Þess vegna fór ég að pirra mig á þessu enn og aftur.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér.  Ég var t.d að skoða mbl. í morgun og sá ég ekkert um tugþrautakeppnina sem fram fór um helgina í frjálsum íþróttum.  Þetta er óþolandi ástand. Skora ég hér með á morgunblaðið að fara að gera öðrum íþróttum betur skil.

Íris Edda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 10:15

2 identicon

Hjartanlega sammála. Horfði á leikinn með dóttur minni og hugsaði einmitt um það hvað það vantar mikið upp á að íshokký fái næga athygli. Hér fyrir norðan er að því er ég hef frétt unnið gríðarlega gott barna- og unglingastarf í greininni og það skiptir auðvitað máli fyrir þá sem sinna þessu starfi að þeir fái athygli í fjölmiðlum. Þetta er líka þrælskemmtilegt sjónvarpsefni og það mætti gera meira af því að sýna íþróttinni tilhlýðilegan sóma. En varðandi útsendinguna á síðasta leikhlutanum. Þetta gerist oft um helgar á rÚV-vefnum, sumir linkar verða ekki virkir sjálfkrafa. Þá er bara að senda bréf inn á RÚV og kvarta, þá laga þeir þetta, stundum virðast nefnilega sumir feilarnir fara framhjá þeim.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Anna Guðný

alveg ótrúlegt ég finn hvergi úrslitin úr íshokkíleiknum. Ég viðurkenni að ég er enginn fan en datt þó inn í hluta af leik SA og Bjarnains í gær. Þriðji hluti var byrjaður þegar ég þurfti að skipta yfir í barnaefni en þá var staðan 11-2. Ég er búin að fara inn á alla miðla sem mér dettur í hug og finn ekkert.

Anna Guðný , 18.2.2008 kl. 11:11

4 identicon

Varðandi fjölþrautarkeppnina þá er hún á forsíðu íþróttablaðs Morgunblaðsins í dag og vísað í hana á baksíðu blaðsins í dag.

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:41

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Alveg sammála! Íþróttafréttir í blöðunum snúast aðallega um hvaða fótboltastjarna verður selt, hvert og fyrir hvaða margar milljónir. Á svona ekki frekar heima í viðskiptadálknum?

Ég sakna fjölbreyta fréttaflutninga frá íþróttum innanlands og þá ekki bara fótbolti, handbolti og golf. Ég sakna einnig þess að það verði fjallað meira um íþróttir barna og unglinga. Já, og hvað um íþróttir í öldungaflokkunum? Þar eigum við mjög góða íþróttamenn

Úrsúla Jünemann, 18.2.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband