Kettir lengja líf eigenda sinna

Nýleg rannsókn sýnir að fólk sem aldrei hefur átt kött er 40% líklegra til þess að fá hjartaáfall en kattareigendur. Einnig kom fram að hundseign virðist engin áhrif hafa. Það má eingöngu geta sér til um ástæðurnar fyrir þessu en talið er líklegast að það hafi eitthvað með rólegt eðli kattanna að gera. Þótt hundar séu dásamlegir og að sumu leyti betri félagar en kettir, þá eru þeir svona öllu jöfnu ekki eins rólegir og hafa því síður róandi áhrif á eigendur sína. Og daglegir göngutúrar ná ekki að vinna upp mismuninn.

Ekki spyrja mig um það hver gerði þessa rannsókn því ég náði því ekki. Sá þetta bara í sjónvarpsfréttum í kvöld. Ef þetta verður í blöðunum á morgun get ég sagt ykkur nánar frá því hver gerði rannsóknina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er skemmtileg pæling.   Ég og mín börn erum með einn kött.  Þá er best að fá sér minnst tvo í viðbót og sækja um afslátt hjá tryggingarfélaginu. 

Marinó Már Marinósson, 22.2.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Fín hugmynd. Er viss um að þeir hjá Tryggingafélögunum eru alveg æstir í að gefa þér afslátt, soddan góðmenni sem þeir nú eru! Annars held ég að allir ættu að vera með gæludýr, hvor sem það er hundur, köttur, páfagaukur eða eitthvað annað sem veitir ánægju!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.2.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Djö..hlýt ég að verða hundgamall, bóndinn sjálfur.

Þröstur Unnar, 22.2.2008 kl. 09:14

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er ekki hundur í kettinum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.2.2008 kl. 09:25

5 Smámynd: Linda litla

Ég heppin.... er með tvo ketti

Linda litla, 22.2.2008 kl. 10:48

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég er með þrjá! Ég vinn!

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.2.2008 kl. 11:05

7 Smámynd: Kjartan Jónsson

Skemmtileg pæling, þótt þetta sé kannski öfugsnúin rökleiðsla. Ég vil meina að fólk sem hefur hefur áhuga á fólki og öðrum lifandi verum í kringum sig sé afslappaðra og þ.a.l. síður líklegra til að fá hjartaáfall. Sú staðreynd að það fólk á frekar ketti er kannski fremur afleiðing af en orsök. En gott hjarta þýðir "gott hjarta" í öðrum skilningi - þið eruð bara svona gott og afslappað fólk! En ég verð að viðurkenna að ég hef ekki skýringu á af hverju það ekki um hunda - ekki ennþá.

Kjartan Jónsson, 22.2.2008 kl. 11:32

8 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Rólyndi hugans er öllum ákaflega mikilvægt. Kötturinn minn hjálpar mér vel í þeim efnum. Hnoðar, malar og brosir. Og það er líka afskaplega róandi að fylgjast með þrifunum.

Sigurður Sveinsson, 22.2.2008 kl. 11:54

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á 4 ketti og einn hund, ég hlýt að verða eldgömul

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.2.2008 kl. 11:55

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Leiðinlegt það, þar sem kettir hata mig..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.2.2008 kl. 13:49

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Finnst þetta flott rannsókn, enda á ég tvo rólega og dásamlega ketti. Hef þó líka heyrt af rannsókn um gæludýr almennt, sérstaklega hunda og ketti, og þar kom fram að snertingin við dýrin, klappa þeim og knúsa, hefði afar góð áhrif á fólk, sérstaklega sem byggi eitt, það lækkaði blóðþrýstinginn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2008 kl. 15:02

12 Smámynd: Pétur Björgvin

Þú verður að senda bæjarstjórn Akureyrarbæjar nánari upplýsingar um þessa rannsókn því að þau eru að skoða að herða reglur stórlega um kattahald á Akureyri sem mun þá væntanlega leiða til þess að stækka verður hjartadeild FSA

Pétur Björgvin, 22.2.2008 kl. 20:31

13 Smámynd: Mummi Guð

Ég verð að sýna Fjólunni minni þessa færslu, hún er nefnilega ekki eins hrifin af kisunum og ég.

Mummi Guð, 23.2.2008 kl. 17:54

14 Smámynd: Fjóla Æ.

Nú er ég búin að pæla mikið í þessari niðurstöðu og komist að því að þar sem ég á 2 ketti þá hljóti ég að standa ágætlega gagnvart fjölskylduhjartasjúkdómunum. Sem sagt ætti að sleppa við hjartaáföllin.

En... á móti kemur að kettirnir gera mér allt til ama og leiðinda. skemmandi húsgögn, dyrastafi og annað svo ég tali nú ekki um óþrifnaðinn af þeim, hár og skítug spor út um allt. Þeir taka allt plássið í rúminu og stundum er það ekki nóg og sofa þá ofan á mér, fara að mala og ég vakna upp með andfælum haldandi að það sé eitthvað stórkostlegt að mér. Því held ég að það séu 40% aukning á líkum á því að ég fái hjartaáfall.  

Fjóla Æ., 24.2.2008 kl. 09:38

15 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Við, Kristín mín, höfum átt ketti árum saman.Þeir eru yndisleg dýr. Sárt er þurfa að láta deyða þá gamla og sjúka eða að missa þá fyrir bíl. Við höfum hvort tveggja reynt.Minningin um góðan köttfylgir manni ávallt.

Kristján P. Gudmundsson, 24.2.2008 kl. 15:25

16 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með konudaginn Kristín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband