Langur dagur

Atvinnuviðtalið í dag gekk mjög vel. Ég dressaði mig upp og mætti á svæðið full af sjálfsöryggi og trú á sjálfri mér, án þess að fara út í mont eða of mikla sjálfshælni. Ég var ekki einu sinni stressuð. Ætli ég hafi ekki trúað því að ef ég væri besta manneskjan fyrir starfið þá fengi ég það, og ef einhver önnur manneskja væri betri þá væri ekkert nú sem ég gæti gert við því.

Valið stendur á milli þriggja kandídata þannig að líkur mínar ættu að vera 33.33333...%

Ég fæ líklega að vita niðurstöðuna innan viku.

Rauk beint niður í skóla úr viðtalinu því tími var byrjaður í LING100 (ég er aðstoðarkennari í þeim áfanga), fundaði svo með hinum aðstoðarkennurunum, fór á fund með öðrum umsjónakennara mínum (sagði honum frá viðtalinu) og settist svo niður á kaffihúsi og fór yfir heimaverkefni þar til bunkinn var búinn. Þurfti að drekka eina kók og einn bolla af kaffi til að halda mér við efnið. Labbaði svo heim í gegnum skóginn enda dásamlegt veður. Hvíldi mig í smá tíma, borðaði og fór svo á fótboltaæfingu. Kom heim klukkan tíu í kvöld, horfði á Medium, bloggaði þetta og ætla nú að fara að sofa.

Á morgun skal ég segja ykkur frá því hvernig minn frábærlega planaði laugardagurinn klúðraðist algjörlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú sóttir auðvitað um starfið af því að þú ert best í það.   

Ekki minnast á veðrið.    Hér er ennþá vetur. 

Marinó Már Marinósson, 26.2.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Þetta verður spennandi. Greinilega starf sem þú verðskuldar. Kveðjur frá gömlum fréttaþýðendum fylgja þessari athugasemd

Gísli Ásgeirsson, 26.2.2008 kl. 16:32

3 identicon

Úúúúú......... svakalega er ég spennt fyrir þína hönd!!!!  Heyrðu, það er rosa gott að heita á mig.  Hefur virkað vel hjá mörgum.  Hvernig væri að heita á mig ferð á Ólympíuleikana ef þú færð starfið?   Held áfram að krossa putta fyrir þína hönd. 

Kveðjur úr snjónum á Ströndinni,  Elva.

Elva (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:48

4 identicon

Gangi þér ógesslega vel EN ekki minnast á veðrið. Frost er úti....

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:07

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir góðu orðin öll.

Elva, ég heiti á þig ókeypis gistingu á meðan Ólympíuleikarnir fara fram.

Anna, starfið sem ég sótti um gengur út á það að þjálfa sjálfboðaliða sem túlka á Ólympíuleikunum auk þess að hafa umsjón yfir sirka 250 túlkum og þýðendum. Það felur m.a. í sér að sjá til þess að það sé alltaf hópur viðeigandi túlka á hverjum stað á réttum tíma. Þannig þarf maður t.d. að giska á hvaða keppendur eru líklegastir til þess að vinna því þeir munu þurfa í alls kyns viðtöl og þá þurfa túlkarnir að vera við höndina. Þetta er mjög spennandi starf.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.2.2008 kl. 01:15

6 identicon

yeh þetta mun ganga vel - ef vinnan verður ekki í höfn hjá Ísl-Akureyskum tunumála/skíðasérfræðingi þá eru þau bara ótrúlega óheppnir - en þú heppin við að þú ert búin að auglýsa þig og fólk veit þá af þér, maður veit nefninlega aldrei hvað svona getur borið í skauti sér þó að akkúrat það sem maður sóttist eftir í byrjun gangi ekki upp :D

... er í svona "look at bright side of life durududuruduru" skapi ;) 

Hrabba (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 01:24

7 Smámynd: Ómar Pétursson

Flott hjá þér, til lukku með þetta. Krossa fingur fyrir þig.

Kveðja, Ómar

Ómar Pétursson, 27.2.2008 kl. 17:46

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gott að heyra að þú varst sátt eftir viðtalið, er alveg handviss um að þú hefur staðið þig með sóma.  Það að þú sért komin niður í þriggja manna hóp segir mér hversu vel þú hafur staðið þig.  Nú er bara að bíða og vona, og heita á gamla góða Ísland og alla þá góðu vætti sem vernda landið  og alla þá sem þaðan koma.  Hlakka til að heyra  niðurstöðuna. Gangi þér vel.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.2.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband