Undarlegur kvenmaður þetta

Mér hefur alltaf leiðst Anglina Jolie og nú sé ég að hún er líka pínulítið heimsk. Hvernig ætlar hún að heiðra móður sína með því að eignast barnið í Frakklandi? Þetta er eins og að Vestur Íslendingur ákveði að heiðra foreldra sína með því að eignast barn í  Noregi. Frönsk-kanadísk móðir þýðir að móðir hennar er kanadísk og hefur frönsku að móðurmáli. Forfeður hennar komu væntanlega frá Frakklandi fyrir 300 árum eða fyrr. 

Frakkar fóru að venja komur sínar til Kanada í kringum 1500 og fóru að setjast að þar eitthvað að ráði 1620. Vanalega er orðið French-Canadian notað um þá sem búa í Quebec fylki og orðið Francophone notað um þá sem eru frönskumælandi, hvar sem þeir búa. Það er t.d. fjöldi frönskumælandi Kanadamanna í Nova Scotia og New Bruinswick—flestir svokallaðir Acadian—og frönskumælandi svæði má einnig finna í Manitoba og Alberta. Tungumálið sem talað er hefur þróast mjög mikið í burt frá frönskunni sem töluð er í Frakklandi og franskan innan Kanada greinist í alla vega tvær mállýskur/tungumál; Quebeqois frönsku og Acadian frönsku. Þeir eiga stundum erfitt með að skilja hvor annan. Fyrrverandi kærasti minn er Acadian en hefur búið í Gatineau í Quebec í næstum tuttugu ár. Hann kvartar yfir því að Quebeqois fólkið eigi erfitt með að skilja frönskuna sína.

Móðir Jolie, Marcheline Bertrand, var reyndar ekki kanadísk heldur bandarísk en faðir hennar var af fransk-kanadískum ættum. Hann á víst ættir sínar að rekja til Zacharie Cloutier sem fæddist í Saint-Jean-Baptiste de Mortagne í Frakklandi en fluttist til Kanada 1634. Það er kannski fyndnast hér að Angelina Jolie hefur víst margoft tekið fram í viðtölum að móðir sín hafi ekki verið frönsk, sem er víst algengur misskilningur. Þannig að það er svolítið íronískt að nú skuli hún ætla að heiðra minningu móður sinnar með því að eignast barnið í Frakklandi. Af hverju ekki í Kanada? 

 


mbl.is Jolie vill fæða í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það er trúlega eitthvað flottara að kaupa kastala í Frakklandi en í Kanada.

Anna Guðný , 28.2.2008 kl. 01:23

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held þú hafir hitt naglann á höfuðið. Held að þetta hafi ekket með mömmuna að gera.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.2.2008 kl. 02:00

3 identicon

held að þarna sé ekki heimsku Jolie um að ræða heldur kannski frekar skrýtna fréttamennsku ... hvar dó mamma hennar? Spilar það kannski rullu?

Annars er Angelina Jolie klár og skemmtilegt - case closed

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:34

4 identicon

mínus t  !!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:35

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst hún mjög aðdáunarverð.  Ef fleirri stjörnur eða fólk með slíkt fjarmagn myndi taka hana til fyrirmyndar væri heimurinn betri.  Held það sé nokkuð víst að þessi kona er ekki heimsk.   Því miður þykir ekki mjög flott að hjálpa fólki, fólk verður vinsælla að leika í skemmtulegum þáttaröðum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.2.2008 kl. 15:28

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held mig við fyrri skoðun. Mér fannst líka fáránlegt þegar hún, ófrísk konan, fór til Írak nú fyrir skemmstu. Ef henni er umhugað um barnið ætti hún ekki að vera að þvælast á stríðssvæðum. Hún getur hjálpað helling frá öðrum stöðum. Annars er ég ekki að segja að mér finnist hún heimsk fyrir að hjálpa. Mér finnst asnalegt að þykjast ætla að heiðra móður sína með því að eignast bar í landi sem hefur ekkert með móðurina að gera. Doddi, hún dó í LA.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.2.2008 kl. 17:13

7 identicon

Börnin Stína börnin já hún gengur með tvíbura eins og er í tísku í Hollívúd þessa dagana ;)

Hvernig er það fara þær allar í glasa eða hvað er málið - stór-furðulegt

Hrabba (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband