Brjálaður körfuboltaþjálfari

Ég hef áður talað um viðbrögð þjálfara eftir leiki og hef pirrað mig á því þegar fótboltaþjálfarar kvarta og kveina. Tel að þeir eigi að taka sér hokkíþjálfara til fyrirmyndar. Nú get ég bætt við viðbrögðum körfuboltaþjálfara...ja, reyndar bara eins körfuboltaþjálfara. Sá sem um ræðir er Kevin Borseth, þjálfari körfuboltaliðs kvenna við Háskólann í Michigan. Hann var ekki alveg sáttur við tap sinna kvenna og lét það...ja...býsna greinilega í ljós. Horfið á:

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ekki alveg skaplaus þessi þjálfarinn - Tók ráð þitt og kíkti á nokkra þátta MVP marthon í gær með frúnni

Þorsteinn Gunnarsson, 2.3.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ja hérna...   Hvað ætli hann hafi sagt í búningsklefanum, hafi honum hreinlega verið hleypt þangað inn?

Marinó Már Marinósson, 2.3.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Anna Guðný

Hann er brjálaður , þessi. Ég ætla rétt að vona að honum hafi ekki verið hleypt inní búningsklefana.

Anna Guðný , 2.3.2008 kl. 13:31

4 identicon

Ég er ekki hissa að liðinu gengur ekki vel ef þjálfarinn er svona "uppbyggjandi".  

Linda (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 14:26

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hey Þorsteinn, hva fannst þér um MVP? Eða kannski ætti ég frekar að spyrja hvað frúnni fannst. Hef það á tilfinningunni að konur séu hrifnari af þeim þáttum en karlmenn (enda lúkkið á karlmönnunum hluti aðdráttaraflsins).

Er sammála ykkur um þennan þjálfarar. Vildi ekki hafa hann. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.3.2008 kl. 16:20

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Eitt hef ég að segja, þjálfarar íshokkí liða eru kannski ekki brjálaðir vegna þess að leikmennirnir eru brjálaðir á ísnum

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.3.2008 kl. 18:13

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vel hugsanlegt. Í íshokkíi þekkist það að GMs (general managers) séu í stríði hver við annan, sérstaklega ef þeir hafa náð að lokka leikmenn hvor frá öðrum, en þjálfararnir sjálfir taka ekki þátt í veseni (svona yfirleitt - alla vega í NHL). Kannski er það einmitt vegna þess að þeir fá svo mikið kikk út úr því þegar leikmenn þeirra slást. Og það er hluti af leiknum. Leikmaður sem ekki slæst þegar svo ber undir, eða sem tapar alltaf í sínum slagsmálum, á það á hættu að vera seldur í burtu. Það gerðist hjá okkur núna fyrir viku!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.3.2008 kl. 18:27

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Dísess! Þetta er bara hörku íþrótt, ég myndi æfa hana ef það væri nú gert hér á Höfn, reyndar langar mig ekkert mikið til að slást..
Maður verður að reyna að fylgjast betur með þessari íþrótt, ég gæti þetta vel, er fluglærð á skauta.

Samt rosalega þarf maður að vera ákveðin ef maður vill ekki vera seldur, hrikalegt að lenda í þeim aðstæðum!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.3.2008 kl. 18:49

9 Smámynd: Anna Guðný

Nú verðum við hin forvitin um þetta MVP. Er það eitthvað sem má gera opinbert?

Anna Guðný , 2.3.2008 kl. 18:51

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Anna GUðný. Líttu á myndirnar hér hægra megin á síðunni undir 'nýjustu myndir'. Mynd númer tvö sýnir hálfberan hokkíleikmann. Það segir margt um þennan þátt og útskýrir hluta ástæðunnar fyrir því að ég horfi eins og dáleidd. Hef aldrei verið hrifin af vondu strákunum en þarna... dísus (ef þú sást kvikmyndina Mambo Italiano og manst eftir kærastanum Nino...og ímyndar þér hann svo jafnvel flottari en þar með svona týpískt 'attitude'...I'll say no more.)

Ég skrifaði annars færslu um þennan þátt þegar ég var að byrja að horfa (og þar er myndin líka): http://stinajohanns.blog.is/blog/stinajohanns/entry/443042/ 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.3.2008 kl. 19:34

11 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ó, og þegar ég minntist á Damon bad boy úr MVP þá hefði ég átt að setja þetta inn líka:

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.3.2008 kl. 19:35

12 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sæl vertu! - ég er orðinn svo gamall að ég þori alveg að viðurkenna að ég er ekkert síður hrifin af svona þáttum en konan og svo er nú allt í lagi að halda því til haga að kvenfólkið er nú í þokkalegasta standi í þessum þáttum líka

Þorsteinn Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband