Skíðahelgi

Klukkan er tæplega sex á laugardagsmorgni og ég er komin á fætur. Hvers vegna? Af því að ég ætla að skella mér til Whistler og skíða alla helgina. UBC á skála þarna uppfrá og ég ákvað að skella mér í hópferð með postdoc genginu. Ég þekki bara einn þar og hann mun ekki koma uppeftir fyrr en í kvöld. Þannig að ég verð bara að vona að þetta ókunna fólk bíti ekki.

Ég kem heim annað  kvöld en þarf þá að spila fótboltaleik í Burnaby. Það er því ekki líklegt að þið heyrið um helgina fyrr en á mánudaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

víííí ... góða skemmtun :D

Hrabba (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æði .. gaman að skíða í góðum brekkum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.3.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Skemmtu þér vel, ekki meiða þig fyrir leikinn, því þá yrðiru örugglega ekki vinsæl..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.3.2008 kl. 16:30

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hafðu það gott og skíðaðu varlega. 

Marinó Már Marinósson, 8.3.2008 kl. 20:05

5 identicon

Góða skemmtun.

Við vorum líka á skíðum í allan dag og ætlum aftur á morgun.  Bara gaman.  Ligg hér lurkum lamin upp í sófa, tekur á að vera með Almar "í klofinu" í lyftunni.  Hann er svona rétt að byrja að renna sér sjálfur. 

Kv.  Elva og familie

Elva (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 21:32

6 Smámynd: Ómar Pétursson

Skemmtu þér vel, það er líka frábært skíðafæri hér í Dallas-norðursins, enda hefur snjóað síðustu viku

Kveðja

Ómar Pétursson, 8.3.2008 kl. 21:32

7 identicon

Thetta verdur vonandi thrusu helgi hja ther stina, med sol og glimrandi faeri! Heyrdu, netid hja mer virkar svo litid thessa dagana, vaeri ekki haegt ad fa amk fyrirsagnirnar a blogginu thinu med SMS svo eg geti fylgst med ther thegar eg er netlaus???

Rut (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 09:27

8 Smámynd: Brynja skordal

Góða skemmtun og hafðu góða helgi

Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband