Um stundvísi flugvéla

Ég veit ekki hvort það er bara ég sem er svona óheppin eða hvort það er alltaf vesen með flugvélar. Flugið mitt frá Chicago var áætlað klukkan hálfníu í gærkvöldi. Um fimmtán mínútum eftir að við áttum að vera komin út í flugvél var tilkynnt að vélin myndi ekki fara fyrr en klukkan hálftíu. Um hálftíu var tilkynnt að vélin sem við ættum að fara með væri um það bil að lenda og þeir þyrftu bara að hleypa úr henni og svo gætum við farið.Hleypt yrði um borð um það bil korter í tíu. Vélin kom, fólkið fór úr henni....en við fórum ekki inn. Ekki fyrr en um korteri yfir tíu. En það var ekki nóg. Þarna sátum við í flugvélinni og biðum, og biðum, og biðum... Klukkan var orðin ellefu áður en farið var í loftið. Þá vorum við orðin þremur og hálfum tíma og sein og ég heyrði aldrei neina útskýringu á því. 

Þetta þýddi auðvitað að þegar ég kom loksins til Vancouver var klukkan orðin rúmlega eitt um nóttu að staðartíma, hraðleiðir strætisvagnanna voru hættar að ganga og það hefði tekið mig rúman klukka tíma að komast heim. Lengur ef ég var óheppin með tengingar og hefði þurt að bíða eitthvað. Þannig að ég endaði á því að taka leigubíl og var loksins komin heim til mín klukkan tvö.

Annars var ég heppnari en margir. Á svipuðum tíma og ég lenti í Chicago kom þangað flugvél frá Connecticut. Ég veit ekki hvernig það gerðist nákvæmlega en einhvern veginn fór það svo að farþegar voru sendir með einni vél og farangurinn þeirra með annarri. Þannig að enginn farþega fékk farangurinn sinn. Einn farþeganna var á sömu ráðstefnu og ég og á laugardagskvöldinu - tveimur dögum eftir flugið - var hann ekki enn búinn að fá farangurinn sinn. Og hann flaug til baka á sunnudag. Ég veit ekki hvort hann fékk farangurinn áður en hann fór aftur heim.

Já, það getur verið flókið að fljúga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband