Árið 2008

Ég fullyrti það hér á blogginu um áramótin að þetta ætti eftir að verða gott ár í alla staði og gjörsamlega rúlla upp hinu leiðinlega og sorglega ári 2007. Nú eru liðnir rúmlega tveir mánuðir af árinu og það hefur gjörsamlega staðið undir væntingum—hingað til—bæði hvað varðar mig sjálfa og marga nánustu vini.

Sem dæmi. Rut, Helga Fanney og Marion voru allar að leita sér að húsnæði síðari hluta ársins 2007 og ekkert gekk. Allar fundu þær rétta húsið/íbúðina í byrjun árs 2008.

Akimi vinkona mín hefur verið að leita sér að vinnu undanfarið og á sama tíma verið að leita að húsnæði því íbúðin sem hún leigði var seld ofan af henni. Í febrúar fékk hún draumavinnuna og fann íbúð á frábærum  stað í Kits. Hún fékk vinnuna degi eftir að ég fékk mína.

Mark vinur minn var óánægður í starfi, óánægður í sambandi og búinn að fá nóg af sínum húsnæðismálum.  Í febrúar fékk hann tilfærslu í vinnunni í miklu betra starf, fann sér góða íbúð nálægt vinnunni, og hætti með kærustunni.

Julianna og Rut eru báðar ófrískar og eiga báðar von á sér í lok ágúst byrjun september (Rut í lok ágúst Julianna í byrjun september—ef ég man rétt—en hvort tveggja gæti lent hvorum megin við mánaðamótin). Ókei, ég veit að þetta þýðir að börnin voru búin til 2007 en þau munu bæði fæðast 2008.

Sjálf hef ég verið ákaflega ánægð með lífið þessa fyrstu tvo mánuðina. Þar munar mestu um að fá starfið hjá Vanoc en ég hef almennt verið ánægðari með flest.  Ég hef t.d. styrkt vinarbönd og það skiptir miklu máli. Við Akimi erum alltaf að verða betri og betri vinkonur og við Mark höfum líka orðið nánari upp á síðkastið. Vinir mínir sem ég átti fyrir eru allir enn til staðar. Ég spila stundum skvass við hálfíslenska stelpu hér á svæðinu, ég á orðið góða kunningja í klifrinu og er alltaf að kynnast fleirum, ég hef notið þriggja skíðadaga í Whistler, Canucks hafa verið að spila vel upp á síðkastið...

Eins og er get ég ekki kvartað. Ég á yndislega fjölskyldu, góða og nána vini, mér gengur vel í leik og starfi...það eina sem mig vantar er draumaprinsinn á hvíta hestinum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:D maður uppsker það sem maður spáir - það er alltaf gaman að þegar manni gengur vel og fólkinu í kringum mann, bara það að fólki í kringum mann gangi vel gerir það að verkum að manni líður betur sjálfum og þá fara hlutirnir oft líka að ganga betur .... prinsinn kemur svo bara þegar hann kemur .... hehe ég verð allavega að trúa því ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með nýja djobbið Stína mín og ég er líka viss um að 2008 verður frábært ár í alla staði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábært hjá þér. Þessi góða byrjun veit örugglega á frábært ár. Draumaprinsinn á hvíta porsinum birtist fyrr en varir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:32

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega stelpur mínar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband