Um flotta flugvelli

framúrstefnulegur flugvöllur

Ég er ekki alveg búin að fjalla nóg um flugvelli. Mér fannst ég verða að bæta við síðasta blogg og segja að ákveðnir hlutar af flugvellinum í Chicago er alveg ótrúlegir. Þar eru meðal annars löng göng sem maður þarf að fara eftir og veggirnir eru allir úr hálfgagnsæu pastel plastefni og ljós á bakvið þannig að þetta kemur út sem veggirnir séu lýsandi pastel. Í loftinu eru svo endalausar ljósaperur sem skipta stöðugt um lit og í stað pastelsins á veggjunum eru þetta neonljós. Þið getið fengið einhverja hugmynd um þetta á meðfylgjandi mynd.

Ég verð líka að segja að sá hluti Vancouver flugvallar sem þjónar Ameríkuflugi er ótrúlega flottur. Þetta hlýtur að vera nýjasti hluti vallarins. Þegar maður kemur heim gengur maður t.d. í gegnum hálfgerðan ævintýraheim sem hefur verið settur saman úr listaverkum í stíl indjána. Eitthvað annað en bölv. innanlandsflugið sem er ljótt og leiðinlegt. Nei, það er alls ekki rétt. Þetta er alveg þolanlegasti flugvöllur svona almennt og þeir hafa meira að segja nokkur listaverk eftir Bill Reid þarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband