Davidar tveir

Ég hef ekki horft mikið á American Idol að þessu sinni. Eiginlega horfði ég bara með athygli á fimmtu þáttaröð og það var fyrst og fremst út af Taylor Hicks. Mér hálf leiddist í fyrra og ég er löngu búin að gleyma hver vann.

Ég sá megnið af þættinum í síðustu viku og allan þáttinn í kvöld og ég held að annar hvor Davidinn hljóti að vinna, Arhucleta eða Cook. Aðrir standa þeim langt að baki. Ég get hreinlega ekki ímyndað mér hver annar gæti unnið þetta.

David Cook hlýtur að hafa stuðning allra þeirra sem kusu Chris Daughtry fyrir tveim árum og eftir að hann datt óvart út í þriðju síðustu umferð get ég ekki ímyndað mér annað en að rokkararnir standi sig betur við að kjósa nú í ár. Og Cook er fanta góður söngvari. En ég held að hann þurfi að sýna að hann geti sungið annað en rokk. Það er alltaf gott að sýna smá fjölhæfni.

En það verður erfitt að slá út David Archuleta þegar hann nær sér á strik. Í kvöld var Bítlavika númer tvö og hann söng The Long and Winding Road. Þetta er eitt af mínum uppáhaldslögum og ég er því býsna gagnrýnin á alla þá sem takast á við lagið. En það var ekki hægt að kvarta yfir neinu hjá Archuleta í kvöld. Hann endurtók frammistöðu sína frá því fyrir nokkrum vikum þegar hann söng Imagine. Hann var jafn magnaður í kvöld. Og strákurinn er algjör dúlla. Hann er hvað...sextán ára? Lítur út fyrir að vera tólf. En hefur þessa dásamlegu söngrödd.

Ég set inn hér myndbandið frá því í kvöld ef einhver nennir ekki að bíða þar til það verður sýnt á Íslandi. Hvenær sjáið þið þetta annars? Í þessari viku? Þeirri næstu?

Mamma og pabbi - smellið á örina á myndinni hér fyrir neðan og þá ætti myndbandið að spilast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Við sjáum þetta vikugamalt. Ég sit einmitt við að þýða þennan þátt sem þú nefnir. Ég er sammála þér með Davíðana en held þó að Carly Smithson verði í úrslitum með öðrum þeirra.

Annars var frábær flutningur á Shes A Woman í síðasta þætti. 

Gísli Ásgeirsson, 19.3.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær þessi strákur og ég vona að hann vinni.  Svo mikill sjarmör og hæfileikabolti.

Við erum sem sagt bara viku á eftir.

Bíð spennt eftir að þú ljóstrir upp um næsta þátt.

Hehe, er ein af þeim sem les endirinn fyrst þá sjaldan ég les spennubókmenntir.

Carly rokkar.

Gleðilega páska Stína mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Brynja skordal

Horfi alltaf á idol já þetta er alltaf sýnt á mánudagskvöldum hér heilagt kvöld og mitt sjónvarp En var svo forvitin í fyrra að ég kíkti inn á amerísku idol síðuna til að tékka hver vann áur en við sáum úrslitaþáttinn en ætla að stilla mig núna og ekki kíkja neitt sammála með þessa 2 strákar þeir berjast um titilinn vonandi allavegana en kemur í ljós....Gleðilega páska og hafðu það gott

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég hef óljósa minningu um Carly Smithson - um að hún hafi verið ágæt. En hún stóð greinilega ekki upp úr hjá mér. Gleðilega páska til ykkur líka og gott að heyra að þið tvær, Jenný og Brynja eruð sammála mér um Davíðana. Ólafur, takk og sjálfsagt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.3.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Carly átti slæman dag og þetta stendur tæpt hjá henni því Bítlalögin falla Könum misvel í geð. Hún er best í rokkinu.

Gísli Ásgeirsson, 20.3.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Sigurjón

Ég fylgdist með þriðju þáttaröð af þessu ,,átrúnaðargoði Bandaríkjanna", en það var alveg laust við að ég nennti að horfa á fleiri.  Þetta verður bara svo gjörsamlega útþynnt eftir smá tíma.

Hvað verður svo um þessi átrúnaðargoð?  Var ekki verið að segja upp tveimur um daginn?  Man einhver hver vann fyrstu þáttaröðina?  Hefur eitthvað af viti heyrzt frá þessu fólki?  Nei.  Af hverju?  Vegna þess að þetta er ,,fabríkerað" og þegar fólk kemst þannig til frægðar, fremur en á eigin verðleikum, verður niðurstaðan þessi: Fólk missir áhugan mjög hratt.

Kveðja til Vanakúfu frá Fróni...

Sigurjón, 21.3.2008 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband