Ósamræmi í fréttaflutningi

Ég veit auðvitað ekkert hvað er rétt í þessu máli en þessi frétt á Mogganum er töluvert ólík fréttinni eins og hún var í blaðinu hjá mér í morgun. Þar kom fram að þótt konan hafi látist af höfuðhöggi þá væri líklegast að hún hafi rekið höfuðið í borðstokkinn á bátnum þegar hún féll eftir að skatan lenti á henni. Það var sem sagt ekki krafturinn á skötunni sem drap hana heldur það að hún skyldi reka höfuðið í við fallið.

Þá segir líka í Mogganum að ekki sé algengt að skötur ráðist á fólk á þennan hátt. Mér skyldist hins vegar á  fréttinni í morgun að skatan hafi alls ekki ráðist á konuna heldur hafi hún (skatan) stokkið upp úr sjónum, líklega vegna þess að hún var á flótta undan annarri grimmari skepnu, og að konuræfillinn hafi einfaldlega verið fyrir.

En ég er ekki að segja að þetta sé rangt hjá Mogganum. Fréttin gæti allt eins verið röng í blaðinu mínu, en þetta sýnir samt hversu ónákvæmur fréttaflutningur er; að tvö blöð skuli geta tekið sömu stuttu fréttina og samt greint á í tveimur atriðum. 


mbl.is Lést eftir högg frá arnarskötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Jamm, þarna er einhver ekki að vanda sig eða eigum við að segja flýta sér of mikið. Nema þetta sé ekki sami atburðurinn heldur tveir líkir atburðir sem verið er að segja frá?

Pétur Björgvin, 22.3.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Þetta er ekki eina dæmið um óvönduð vinnubrögð hjá Mogganum.

Þórhildur Daðadóttir, 22.3.2008 kl. 09:08

3 identicon

Þetta er alveg rétt og svosem ekkert nýtt.  Prófaðu í nokkra daga í röð að horfa fyrst á fréttirnar á Stöð 2 og svo strax á eftir á RÚV.  Þar er oftast fjallað um sömu atburðina, sömu fréttirnar, en getur verið með hreinum ólíkindum hversu mikið ber á milli.  Þetta á sérstaklega við um dánartölur hamfara og peningaupphæðir ýmis konar.

Þó getur þetta átt við hvað sem er og virðist sem Stöð 2 fari frekar frjálslega með staðreyndir en RÚV.  Meiri æsifréttamennska á þeim bænum.

S. (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 10:52

4 identicon

Þetta eru nokkura daga gamlar fréttir. Local fréttirnar eru að segja að hún hafi látist þegar dýrið flaug á hana:

http://www.miamiherald.com/775/story/465357.html

Linda (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband