Börn með Down syndrom í hópíþróttum
25.3.2008 | 17:45
Í september á síðasta ári fékk ellefu ára gömul stúlka í Vancouver, Sadie Gates, að heyra það frá fótboltaþjálfaranum sínum að ekki væri not fyrir hana í liðinu. Hún var ekki nógu góð til þess að geta hjálpað liðinu að vinna leiki! Sadie Gates er með Down Syndrom. Móðir hennar fór í viðtal í Vancouver Province og hvatti þar alla fótboltaþjálfara til þess að opna hugann gagnvart þeim börnum sem minna mega sín og hugsa ekki svo mikið um sigur að ekki sé not fyrir þessi börn. Hún benti á að öll börn ættu að eiga kost á því að stunda hópíþróttir. Sérstaklega börn eins og Sadie, þar sem félagsskapurinn einn getur hjálpað þeim meir en flest annað.
Viðtökurnar við viðtalinu voru ótrúlegar og það sem gerðist í kjölfarið var einfaldlega það að nýtt lið var stofnaðlið sem hefur pláss fyrir börn sem eru kannski aðeins öðruvísi. Ekki endilega börn með downs, heldur börn sem hafa ekki komist að annar staðar eða sem hafa ekki einu sinni reynt fyrir sér af ótta við höfnun. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir eru góðir í fótbolta eða ekki. Íþróttabúðir og félög hafa gefið nýja liðinu bolta, búninga og annan útbúnað sem til þarf. Börnin í nýja liðinu eru orðin 27 og fimm þjálfarar hafa boðið fram aðstoð sína og þeir hafa verið á námskeiði að læra um það hvernig þeir eiga að koma fram við börn sem þurfa á sérstakri að stoða að halda. Þá er hópur sjálfboðaliða boðinn og búinn að hjálpa til hvenær sem þörf er á.
Mér fannst bara svo gaman að heyra eitthvað svona jákvætt svo ég ákvað að segja ykkur frá því.
Athugasemdir
Þetta er æðislegt!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.3.2008 kl. 18:02
gaman að heyra þetta. það eru mörg börn hér á landi líka sem hætta í íþróttum vegna þess að kröfurnar eru svo miklar og þjálfarar öskra á sigur. jafnvel hjá 9 ára krökkum í fótbolta.
auðvitað eiga allir krakkar að fá að vera með og fá að spila. þó þau séu misgóð.
arnar valgeirsson, 25.3.2008 kl. 18:03
Þetta er frábært að lesa og nauðsynlegt fyrir þau að vera með á sínum forsendum.
'Iris Thorleifsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:02
Takk fyrir. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 25.3.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.