Bara svona venjulegur dagur

Það var eitthvað voðalega lítið um að vera í gær en Arnar skammar mig ef ég blogga ekki reglulega þannig að það er best að ég láti aðeins vita af mér.

Ég var voðalega þreytt í morgun enda var ég svo tjúnuð eftir leikinn í gær að ég ætlaði aldrei að komast í rúmið. Var meira að segja að spjalla við Rut á Skype um tvö leytið. Það var reyndar ágæt, með tímamismuninn á Ítalíu og Kanada er það ekki oft að við rekumst inn á sama tíma.

Fór í skólann, fór svo á fund með umsjónakennara, þaðan til læknis. Fékk að vita að ég þarf í ristilspeglun. Er strax farin að hlakka ógurlega til. Sérstaklega laxeringunni og svo því að fá heila myndarvél upp um afturendann. Já, ekkert smá spennandi tímar framundan! Reyndar er heilsugæslan þannig að ég fæ ekki að njóta þessa fyrr en í júní. Eftir tímann hjá lækninum fór ég heim, borðaði svolítið og fór svo á fótboltaæfingu. Við æfðum þótt vetrarvertíðin væri búin en það var aðallega vegna þess að við vildum spjalla aðeins um veturinn og plana fyrir sumarið. Fyrsti leikur sumarvertíðar verður í byrjun maí. Þangað til mun ég halda mér í þjálfun með því að spila innanhúsboltann en þar verður keppt klukkan þrjú á sunnudaginn. Fyrsti alvöru leikurinn. Og fyrsta skipti sem ég spila í þriðju deild. Hef spilað í fjórðu deild með stelpunum og spilaði einn leik með Þór í þáverandi fyrstu deild (kallast víst meistaradeild núna - eða hvað?).

Mig langar að segja eitthvað skemmtilegt eða athyglisvert en það kemur ekkert upp í hugann. Nema hvað ég öfunda ógurlega Carly og Gaylu sem spila fótbolta með mér. Gayla vinnur sem klippari fyrir Canucks hokkí og var nýlega að klippa til heimildarmynd um elskuna mína hann Vigneault.  Mikið hefði ég viljað hafa það verkefni!!! Og Carly fékk VIP passa fyrir leikinn í gær og hitti alla sem til einhvers teljast. Ég á eftir að draga upp úr henni smáatriðin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að fá að koma fyrir í þessari grein.

P.S. Hef ekki verið nógu duglegur að kíkja inn á bloggið upp á síðkastið það hefur verið svo mikið að gera.

Arnar Skammari (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hæ Arnar. Ertu ekki með netfang?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.4.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband