Frekari fréttir af Dziekanski málinu

Munið þið ennþá eftir Robert Dziekanski málinu, pólska manninum sem lést á flugvellinum í Vancouver? Eitt af því sem maður skildi aldrei var hvernig stóð á því að hann var á flugvellinum í marga klukkutíma áður en hann lést. Nú hafa yfirvöld birt myndbönd úr eftirlitsvélum flugvallarins og þar má fylla svolítið inn í myndina þótt aldrei verði hægt að skýra til fulls hvað fór fram í huga mannsins þennan síðasta dags hans. Svo virðist sem hann hafi aldrei skilið almennilega hvað hann átti að gera. Hann kom inn í flugvallarbygginguna með öðrum en var sendur í innflytjendaeftirlitið þar sem hann var að flytja til landsins. Líklega hefur hann aldrei almennilega skilið það því hann fór í áttina að innflytjendaeftirlitinu (hefur líklega verið bent þangað) en fer aldrei inn. Þannig líða margir klukkutímar þar sem hann heldur sig í nágrenninu en fer aldrei inn. Að lokum reynir hann að fara út í gegnum tollinn en er þar bent á að hann eigi eftir að fara í gegnum innflytjendaeftirlitið. Starfsmaður labbar með honum þangað. Það tekur um tvo klukkutíma að ganga frá pappírum og honum er leyft að fara. Hann fer í gegnum tollinn og út í almenninginn, en snýr svo til baka og fer aftur inn á öryggissvæðið. Það er þar sem hann gengur af göflunum með hinum velþekktu endalokum.

Vancouver Sun hefur gert skýringarmyndband þar sem atburðarrásin er rakin. Ég reyndi að setja myndbandið inn hér en annað hvort er eitthvað vesen með hlekkinn hjá þeim eða moggabloggið vill ekki önnur myndbönd en þau sem koma frá Youtube. Hver svo sem ástæðan er þá gekk þetta ekki. Þið getið hins vegar farið hingað til að sjá þetta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff Stína, treysti mér ekki í myndbandið en ég sá þetta í fréttunum og fór að grenja.  Ég fann svo til með vesalings manninum.  Já ég er grenjusjóða, ég veit það.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband