Ég hljóp fyrsta apríl svo illa að ég er draghölt

Ég er svo trúgjörn að það er ógeðslegt. Algjörlega bláeyg! Það þarf ekki einu sinni að vera hrikalega trúlegt til þess að ég falli fyrir blekkingunni.

Í dag kom tölvupóstur á fótboltaliðið mitt frá þjálfaranum. Hann segir þar að þótt hann sé búinn að njóta tímans hjá Presto þá sé nú kominn tími til þess að færa sig um set og gera eitthvað nýtt. Það sé búið að bjóða honum þjálfarastöðu hjá North Shore Saints (sem við hötum framar öðrum liðum) og hann ætli að taka henni, og með honum fari Benita og Lucy (báðar ákaflega mikilvægar fyrir liðið).

Ég var niðurbrotin. Ekki væri það bara erfitt að missa Dave heldur Lucy og þá sérstaklega Benitu. Og við þrjár eigum það sameiginlegt að vera meðal þeirra fjögurra síðustu sem eftir eru af upphaflega liðinu fyrir fimm árum. Og við vorum á æfingu í gær. Dave sagði ekkert! Ekkert benti til þess að hann væri óánægður (nema með síðasta leikinn). Óskiljanlegt. Og það sem meira er, ég spila innanhússknattspyrnu með Dave, Lucy og Benitu og yrði því að halda áfram að sjá þau í hverri viku!

Fyrst ætlaði ég ekki að segja neitt en sendi svo póst um að ég ætti ekki til orð. Fékk skilaboð frá Akimi um að hringja í Dave. Hélt hún meinti að hann gæti útskýrt þetta fyrir mér. Dave hins vegar hló og spurði mig hvaða dagur væri í dag. Ég sagði þriðjudagur. En hvaða mánaðardagur? Fyrsti ap.... Ó!

En þetta var ágætt. Ég viðurkenndi að ég væri alltof trúgjörn og að þetta hefði verið fínt gabb. En ótrúlega illgjarnt!!! Dave hló aftur og sagði: Heldurðu virkilega að ég færi að þjálfa Norrh Shore Saints? Af öllum liðum? Nei, mér fannst það undarlegt en eins og ég segi. Það er ekki svo erfitt að ljúga mig fulla. Spyrjið bara Rut!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha, hann var godur thessi. Mikid er nu ordid langt sidan eg let thig hlaupa april sidast...en thad er erfitt med timamismuninn og fjarlaegdina og svona! I dag let eg mer naegja ad lata systur minar og eiginmann hlaupa, og hlo svo mikid af systur minni sem let plata sig til ad hringja i pylsuvagninn i laugardalnum til ad vitja vinnings ad eg helt eg thyrfti ad setja a mig bleyju sonarins! Eg var hinsvegar ekki latin hlaupa april og er sarmodgud yfir thvi, skammarlegt eiginlega ad vera ekki med neinn naegilega mikinn hrekkjalom i kringum sig til ad gera svona at i ser. Eg verd ad raekta thessa hlid svolitid i Oscari (se reyndar strax akvedna tilhneygingu i thessa att, og er stolt af) svo hann geti latid mommu gomlu hlaupa april a komandi arum!

Rut (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

ÚBBS! Það er nú ekki lítið á ykkur lagt, að vera auðtrúr, það eru margir...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.4.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Rut mín, þú lést mig ekki bara hlaupa apríl. Þú lést mig hlaupa hvaða dag ársins sem þér datt í hug. Rekur mig t.d. minni til ákveðinnar leikhúsferðar þegar sumir fengu pabba sinn með í atið. Ég segi nú ekki meir!!!!

Róslín, já þetta er ferlegt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 20:28

4 identicon

ha, ha, ha.  Ég elska þennan dag og reyni eins og ég er örugglega óþolandi þennan dag.  Núna tókst mér einstaklega vel upp, náði að láta allt samstarfsfólk mitt hlaupa samtímis 1. apríl með sama gabbinu.  Sat svo sjálf með ekka af hlátri - ekkert smá gaman. 

Kv.  Elva.

P.s. En heyrðu, ertu ekki til í að senda mér símanúmerið þitt í tölvupósti?

Elva (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband