Un sundlauga- og klósettmenninguna

Ég argast oft yfir því sem pirrar mig við okkur Íslendinga, en stundum finnst mér menningin heima standa öðrum langt framar. Þar á meðal sundlaugamenningin. Ég hef aldrei þolað sundlaugamenninguna hér í Kanada, né raunar á flestum stöðum annars staðar en á Íslandi. Í gær fór ég í sund eftir langa fjarveru frá laugunum og lét það auðvitað fara í taugarnar á mér að konur hér eru svo spéhræddar að þær fara í sundbolina sína strax í búnginsklefanum sem þýðir að þær þvo sér ekki almennilega áður en þær fara út í lögina. Mig langar stundum að garga á þær að ég hafi engan áhuga á að synda í skítnum af þeim. Hvað veit ég um það hversu vel þær skeina sér. Sumar fara svo ekki einu sinni í sturtu. Þá er málið ekki bara það að þær þvoi sér ekki í klofinu heldur þvo þær sér bara akkúrat ekki neitt. Það liggur við að manni klígi við. Og svo þurrkar sér enginn almennilega við sturturnar heldur vaða þær rennblautar inn í búningsklefann þar sem allt er á floti og erfitt er að komast í sokkana án þess að standa á einum fæti og þurrka sér og skella sér svo í annan sokkinn og síðan skóinn án þess að stinga fætinum nokkurn tímann niður.

Og fyrst ég er byrjuð að nöldra þá get ég bætt við þetta nokkrum velvöldum orðum um klósettmenninguna hér vestra. Svo virðist sem margar konur setjist ekki á klósett þegar þér létta á sér heldur hokra þær einhvern veginn yfir skálinn og pissa svo án þess að vita nákvæmlega hvar bunan hittir. Þetta þýðir að helminginn af tímanum pissa þær út alla setuna. Og hreinsa þær þetta eftir sig? Ó nei. Að minnsta kosti ekki allar því það gerist yfirleitt alltaf þegar ég fer á almenningssalerni að ég þarf að leita að klósetti sem ekki er búið að míga yfir. Ógeðslegt, er það ekki? Og þær geta ekki einu sinni lyft upp setunni eins og við þó ætlumst til af karlmönnum. Og karlarnir eru vanalega þokkalegir með það. Julianna hefur þá kenningu að þetta séu fyrst og fremst asísku konurnar sem gera þetta og ég held það geti verið rétt hjá henni.  Þetta er ekki byggt á almennum kynþáttafordómum heldur eftirfarandi:

a) Þegar maður fer inn á almenningssalerni í Richmond verslunarmiðstöðinni er þetta enn meira vandamál en til dæmis í miðbæ Vancouver. Íbúar Richmond sem eru asískir eru um það bil 60% allra íbúa borgarinnar á meðan hlutfallið er miklu miklu lægra fyrir Vancouver.

b) Í vert skipti sem önnur hvor okkar hefur farið inn á klósett beint á eftir annarri konu, og sætið hefur verið útmigið, hefur konan verið asísk.

c) Í mörgum asískum löndum eru ekki klósett eins og okkar heldur gat á gólfinu og því er ekki hægt að setjast þar. Það fólk sem elst upp við slíkt er því ekki vant að setjast á klósettið og er því ekki líklegt til þess að taka upp á því þegar það flytur hingað.

d) Þegar ég bjó í Winnipeg, þar sem eru miklu miklu færra fólk af asískum uppruna en hér í Vancouver, var þetta aldrei vandamál. Kom fyrir en mjög sjaldan.

Þannig, að af öllu þessu finnst mér alla vega hægt að styðja kenningu Juliönnu með þokkalegum rökum. En alla vega, hverjar þær nú eru sem pissa á setuna þá pirra þær mig óendanlega. Maður verður ýmist að finna annað laust klósett eða að þrífa upp eftir þær. Oj bara. Eins og það sé mitt verk. Þetta lið ætti að skammast sín.

Og við þetta má bæta að ég man ekki eftir því nokkurn tímann á Íslandi að hafa lent í svona. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja utpissud Z era vel thekkt vandamal her a stigvelinu lika! Thad er annadhvort ad laera ad pissa standandi eda vera tilbuinn til ad thvo Z-una fyrir pisseri-id...ja og best ad vera ekki alveg i spreng thegar madur tharf ad fara thvi annars a madur a haettu ad neydast til ad hlamma ser i pollana!! Annars eru Gat-i-golfinu salernin utbreydd herna og tha gildir reglan ad bretta upp skalmarnar adur en vadid er inn a salernid, thvi thad er ekki eins og domurnar her seu duglegar ad hitta i gatid i golfinu heldur...!
Thu getur semsagt baett romverjum vid tha asisku sem orsakavalda utpissadra Za!
R

Rut Valgardsdottir (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband