Skíðaferð

Ég fór til Whistler á skíði á fimmtudaginn. Ákvað á miðvikudagskvöldið að ég yrði að skella mér. Fór bara ein. Ég var að vona að ég gæti reglulega fengið far með fólki hérna á svæðinu en það hefur ekki gengið upp mjög oft þannig að ég varð bara að láta mig hafa það að fara með rútunni. Gallinn við það er að ég bý hvergi nálægt rútustoppistöð sem þýðir að ég þarf fyrst að fara með strætó til að ná rútunni og það tekur sinn tíma líka. Á fimmtudaginn lagði ég af stað heiman frá mér klukkan sjö um morguninn til að ná rútunni klukkan átta, við vorum komin til Whistler klukkan hálfellefu og ég var komin upp í fjallið klukkan ellefu. Sem sagt, fjórum tímum eftir að ég lagði af stað að heiman. Fjallinu er svo lokað klukkan fjögur (aðeins fimm tímum síðar), rútan lagði af stað klukkan hálf fimm og ég var komin heim til mín klukkan átta. Þannig að ég eyddi sjö klukkutímum í rútu og strætó til að geta verið á skíðum í innan við fimm klukkutíma. Þetta er gallinn við rútuna (fyrir utan að það er um það bil þrisvar sinnum dýrara fyrir mig að taka rútuna en að fá far með einhverjum og taka þátt í bensínskostnaði).

En þetta var vel þess virði. Snjórinn var frábær, veðrið var æðislegt og ég skemmti mér konunglega. Þótt það sé að mörgu leyti skemmtilegra að skíða með öðrum þá eru ákveðnir kostir við það að vera einn:

1. Maður skíðar þá leið sem mann langar til hverju sinni.
2. Maður þarf aldrei að vera hræddur um að týna þeim sem maður er með (sem gerist all oft annars)
3. Maður fær sér að borða þegar maður er svangur en ekki á fyrirfram ákveðnum tíma (sem er nauðsynlegt ef maður er með mörgum) eða þegar einhver annar er svangur)
4. Maður er líklegri til að spjalla við ókunnuga í stólalyftunum.
5. Maður bíður styttra í röð því einstaklingsröðin er vanalega styttri en hin.
6. Manni leiðist ekki félagsskapurinn!

Ég set inn nokkrar myndir sem ég tók. Hér getið þið séð hversu fallegt er hjá okkur hér á vesturströndinni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallúúú....

ég var líka á skíðum í dag, í jafn góðu veðri og þú virðist hafa verið en..........útsýnið þitt hefur vinningin. 

Kv.  af ströndinni, Elva og co.

Elva (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Einhverntíma er ég kem til Kanada, þá máttu bjóða mér með á skíði!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hæ Elva. Flott að heyra að þú varst á skíðum. Heyrðu, ég finn hvergi netfangið þitt. Ég skrifaði Þyrí og bað hana um það en fékk ekkert svar. Nennirðu ekki að senda mér póst svo ég geti skrifað þér til baka. Þú baðst um símanúmerið mitt.

Róslín, þú ert að sjálfsögðu velkomin og við skellum okkur til Whistler. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.4.2008 kl. 06:57

4 identicon

Hey, finn hvergi þitt netfang heldur en mitt er elvath@ismennt.is.

Heyri í þér.....

Elva (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband