Umhverfisvernd

Mountain CaribouFylkisstjórnin í Bresku Kólumbíu hefur lofað að bjarga fjallahreindýrum (mountain caribou) frá því að verða útdauða. En hvernig ætla þeir að gera það? Með því að drepa úlfa, fjallaljón, elgi og jafnvel grizzly birni. Og eftir því sem umhverfisverndarsinnar segja væri í raun nóg að vernda skóginn þar sem fjallahreindýrin búa. En nei, það má ekki gera það því að það er verið að höggva þann skóg. Hér er mikið um skógarhögg. Svo skilst mér að líka sé eitthvað um námur á svæðinu og það hefur sín áhrif. En þetta skapar velmegun og er því mikilvægara en dýrin.  Hér getið þið séð meira um þetta mál: http://www.mountaincaribou.ca/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband