Bara svona venjulegur dagur

Vetrarönnin er næstum búin í skólanum. Á föstudaginn er síðasti kennsludagur og þar með síðasti dagurinn sem ég kenni. Kannski er þetta síðasti kennslutími minn við UBC. Og það sem meira er, við erum ekki með neitt lokapróf í þessum áfanga heldur höfum við haft lítil próf í hverri viku og í dag fórum við yfir það síðasta. Einkunnir eru því tilbúnar fyrir áfangann og ég þarf ekki að eyða neinum tíma í að fara yfir lokapróf. Jibbí!!!!!

Sat símafund í morgun með verðandi yfirmönnum mínum hjá Vanoc. Við vorum að ræða um hvernig UBC getur komið að Ólympíuleiknum, t.d. með því að útvega aðstöðu við tungumálamat. Ég sendi síðan póst á yfirmann tungumálavers heimspekideildar og við munum hittast til að ræða málin í næstu viku. Að sumi leyti er ég því farin að vinna nú þegar en verð samt að halda því í lágmarki því ég á að vera að skrifa ritgerðina mína. Mun þó fara í hádegisverð með yfirmönnunum tveimur í lok mánaðarins. Önnur þeirra býr í Salt Lake City og kemur hingað bara af og til. Við ætlum því að nota tækifærið og hittast allar þrjár næst þegar hún er í bænum. 

Fyrstu leikirnir í Stanley bikarnum voru leiknir í dag. New York vann New Jersey eins og ég bjóst við og Pittsburgh vann Ottawa, eins og ég bjóst líka við. Leikirnir hér vestra eru enn í gangi en staðan nú þegar annar leikhluti er næstum búinn er sú að Colorado er tveimur mörkum yfir Minnesota og Calgary er marki yfir gegn San Jose. Bæði gegnt spá minni. Hins vegar er spá mín ekki um einstaka leik heldur hver vinnur seríuna þannig að ég hef engar áhyggjur.

Ég var að hugsa um að fara á skíði á morgun þar sem ég á eftir einn dag á Whistler kortinu mínu. En ég er búin að fara svo seint að sofa undanfarið og er svo þreytt eitthvað að mig langar alls ekki að vakna klukkan sex og sitja svo í rútu í rúma þrjá tíma. Í staðinn ætla ég að fara og klifra. Marion er flutt úr bænum svo ég get ekki klifrað með henni lengur en ég get klifrað af og til með Dave sem er kunningi minn úr UBC. Hann er í doktorsnámi í tölfræði. Þekki örfáa í viðbót sem ég gæti klifrað með ef þannig liggur á mér.

Hlakka til að spila fótbolta á laugardaginn. Það var svo skemmtilegt síðast. Er samt að vona að ég verði ekki skotin niður að þessu sinni.

Hef ekkert gáfulegt að segja ykkur enda geri ég ekkert að gagni þessa dagana. Alla vega ekkert sem er nógu spennandi til þess að segja frá því. Verð að gera eitthvað í málunum. Einhverjar uppástungur??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikid er nu gott til thess ad vita ad sumir dagar eru bara venjulegir dagar hja ther, thad gerir mitt lif ekki alveg jafn ospennandi svona i samanburdinum! Annars eru thad nu oft litlu omerkilegu vidburdirnir sem krydda tilveruna thegar their eru skodadir i rettu ljosi!!

Rut (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 07:28

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hvað meinarðu með að líf þitt sé óspennandi í samanburði? Veistu hvað ég myndi gefa mikið fyrir það að eiga mann og barn?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.4.2008 kl. 17:58

3 identicon

Eg veit eg veit....en vid lifum alveg einstaklega fabreyttu lifi, hapunktar dagsins eru leikvollurinn og knus heima. Vid hjonin skelltum okkur reyndar i bio um daginn, a ehemm, svolitid serstaka israelska mynd og forum ut ad borda a undan...fyrir utan thad er lifid bara uppeldi, husgagnaverslanir og heimilisstorf. Ekki haegt ad halda uti vinsaelu bloggi a thvi!

Rut (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:39

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það er komið vor í þig.   

Marinó Már Marinósson, 10.4.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Kristín mín , mér finnst þú lifa frábærlega lífu en.... stundum eru skín og skúrir. Að örðuleiti er lífið frábært þegar við nennum að líta á það þannig

Þóra Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband