Fótbolti

Í dag vann liðið mitt, Presto, fyrsta leikinn á tímabilinu. Við töpuðum sex leikjum í röð (reyndar spilaði ég bara þrjá þeirra), jöfnuðum svo í síðustu viku og unnum loksins í dag, 2-1. Ég klúðraði nokkrum skotum enda spilaði ég á vitlausum kanti, vinstri kantinum. Ég hef frá upphafi Presto spilað á hægri kanti og ég kann hreinlega ekki á þessa stöðu þarna vinstra megin. En ég spilaði samt þokkalega, átti nokkrar góðar sendingar, nokkur skot að marki þó flest væru framhjá. Eitt skotið var svo fast að markmaðurinn hélt ekki boltanum og annar framvörður okkar náði nærri að skora. En því miður gekk það ekki upp. Annars var frábært að vinna leikinn í dag. Ekki bara af því að við höfðum ekki unnið síðan í sumar heldur vegna þess að liðið sem við spiluðum á móti, Coasters, hafði unnið okkur í síðustu fimm viðureignum okkar. Þar á meðal í úrslitaleiknum í fyrra. Þar áður höfðum við unnið þær tvisvar, meðal annars með því að vera undir 4-0 í hálfleik og vinna svo 6-4. Þar skoraði ég þrjú eða fjögur mörk. En núna í haust hef ég ekki skorað neitt. Finnst tími kominn á það. Kannski næstu helgi! Hver veit.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband