Ég er óheillakráka

Ég er komin með plan um það hvernig ég get unnið mér inn svolítinn aukapening. Ég held nefnilega að ég sé algjör óheillakráka fyrir þau íþróttalið sem ég styð. Hér eru nokkur dæmi:

Vancouver Canucks náðu ekki að vinna sér sæti í úrslitakeppninni um Stanley bikarinn (og hafa aldrei unnið bikarinn).
Arsenal hefur endanlega gert út um allar vonir um nokkurn bikar þennan veturinn.
Vancouver Presto, mitt eigið lið í fótboltanum, hefur aldrei unnið neinn titil.
Þór Akureyri hefur aldrei unnið nokkurn titil í fótboltanum.
Eini leikurinn sem ég sá í kanadíska fótboltanum með BC Lions var þegar þeir féllu úr úrslitakeppninni.

Ég ætla að fara til Teits Þórðar og benda á að ef Vancouver Whitecaps á að eiga nokkurn möguleika á sigri í deildinni í sumar þá verða þeir að borga mér fyrir að halda ekki með liðinu. Ef það gengur eftir mun ég tala við BC Lions í sumar og síðan Canucks og Arsenal í haust. Ef gengur hjá þeim líka þá mun ég tala við Þórsara næsta vor. Þetta gæti þýtt fína titla fyrir þessi lið og aukapening handa mér. 

Er þetta ekki fín hugmynd hjá mér? Einhvern veginn verður maður að nýta neikvæðu hliðarnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha! heyrðu já ertu til í að drífa þig í að ræða við Þórsarana ... eða bara byrja að halda statt og stöðugt með K.A ...

Hrabba (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er ekki nóg að halda bara með KA. Það myndi bara þýða að KA færi að tapa en það þýddi ekki að Þór ynni....hmmmm....ég er búin að uppgötva smá hnökra í planinu mínu. En samt, ef ég held MEÐ liði þá mun það pottþétt ekki vinna. Ef ég held EKKI með liði þá þurfa þeir samt að sanna sig sjálfir. En ég dreg þá alla vega ekki niður. Kannski er betra fyrir mig að ráða mig í vinnu þeirra sem hata önnur lið og vilja ekki að þau vinna. T.d. ef einhver KA hatari vill borga mér pening þá mun ég glöð halda með KA í sumar! Eða Fram, eða Val eða hvað sem býðst!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:43

3 identicon

Thetta er agaetis hugmynd. Pirandello, italskur nobelsverdlaunahafi i bokmenntum 1934, skrifadi skemmtilegan einthattung um einmitt thessa hugmynd arid 1918. Hann fjallar um oheillakraku sem fer til domara til ad fa skirteini uppa thad ad hann bodi ogaefu, og thad notar hann ser svo til framdrattar fjarhagslega. A itolsku heitir leikritid "La Patente", sem myndi liklega vera thytt The Patent, a ensku. Eg man eftir ad hafa lesid thetta a ensku i bok med leikritasafni Pirandellos, svo ef thu vilt utfaera hugmyndina tha veistu hvert thu att ad leita! Annars held eg ad thu sert engin oheillakraka. Thad vaeri nu eitthvad ef gengi ithrottalida staedi og felli med ther. Ef eitthvad er ertu frekar heillakraka...eg thekki amk engann sem er jafn duglegur ad fa spennandi vinnur, eins og thu!

Rut (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:30

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mitt lið vann þitt liiið

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.4.2008 kl. 19:02

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Rut, góð hugmynd. Ef ég ákveð að gera eitthvað í málinu þá tékka ég á þessari bók. Annars get ég vel verið óheillakráka þótt mér hafi tekist að ná mér í ágætis vinnu af og til - það þýðir bara að ég er öðrum til óheilla. Kannski er það þess vegna sem engin sambanda minna hafa enst!

Róslín, annarra manna lið vinna alltaf mín lið

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband