Aðþrengdar eiginkonur að hefjast á ný
13.4.2008 | 18:23
Jibbý, nýr þáttur um örvæntingarfullu eiginkonurnar í kvöld. Undanfarna viku hefur þátturinn verið auglýstur á hverju kvöldi og brotin sem sýnd hafa verið lofa góðu.
Hér kemur smá yfirlit um stöðu mála þegar við síðast skildum við eiginkonurnar og svo skal ég segja ykkur við hverju má búast í þeim sjö þáttum sem eftir eru fyrir sumarfrí.
Staðan þegar þættirnir fóru í frí vegna verkfalls rithöfunda
Susan: Var búin að fá nóg af Mike og pilluátinu hans og sendi hann því í meðferð.
Bree: Bree og fjölskyldan fluttu inn til Susan og Julie. Susan hafði átt von á því að þetta yrði erfitt en var fljót að átta sig á því hversu þægilegt það var að hafa Bree inni á heimilinu að þrífa og elda.
Lynette: Heilsa Lynette er á batavegi og fjölskyldan slapp ómeidd frá fellibylnum svo hún getur ekki verið annað en þakklát.
Gaby: Orðin laus við eiginmann sinn, Victor (sem fékk girðingu í gegnum sig), og hefur nú snúið sér alfarið að fyrrum eiginmanni, Carlos.
Katherine: Hið "fullkomna" líf Katherine virðist vera að falla um koll þar sem dóttir hennar, Dylan, finnur mikilvægan bréfsnepil í ruslinu (ef ég man rétt þá var það miðinn sem amman skrifaði á dánarbeðinu).
Það sem búast má við í næstu sjö þáttum:
Mike uppgötvar að það ar Orson sem keyrði á hann í annarri þáttaröð.
Orson, sem býr hjá Susan ásamt Bree, fer að ganga nakinn í svefni.
Gabrielle kemst að því að Carlos er blindur "á fyndinn hátt" eftir að þau giftast á ný. Til að vinna sér inn aukapening þá leigja þau út herbergi (til Justine Bateman), sem að sjálfsögðu á sitt eigið leyndarmál.
Lynette kemur Bree á óvart með hegðun sinni í kirkju Bree. Hún þarf einnig að eiga við Rick (kokkinn sem hún var skotin í) þegar þau tvö lenda í samkeppni á veitingahúsamarkaðnum.
Bree og Katherine keppast um það hvor er betri húsmóðir þegar þær sjá um bæjardansleikinn. Má búast við eitruðu andrúmslofti.
Edie fer víst langt yfir strik siðsemdar og mun það líklega leiða til endaloka hennar á Wisteria Lane.
Eins og þið sjáið er margt spennandi framundan. Jibbí. Ég fæ að sjá nýjan þátt í kvöld, vonandi þurfið þið hin ekki að bíða lengi.
Athugasemdir
hahah ég er enn að hlægja að þessu með orson og nektina ;) ... þetta heldur áfram að vera spennandi ég bíð spennt eftir að þetta komi inn á sidereel.com ;) eða að einhver góðhjartaður bjóðist til að kaupa iTunes inneign fyrir mig í USofA (kláraði mína í The Unit í vikunni!!)
Svo er Grey's að byrja hér aftur í lok apríl en eins og með desperate þá er ég fyrir löngu búin að sjá allt sem komið er og eins er með one tree hill!! Svo er byrjað að sýna Private Practice hér, en ég er strax komin lengra ... sidereel er málið svona oftast allavega svona í bland við iTMS :D
Hrabba (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:19
Jabb, fyrsti þátturinn í USA að byrja í kvöld líka, hlakka óendanlega til að byrja að horfa á!! híhíhí
Kv. Rakel
Rakel (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:54
Bið þig... Prófaðu að kveikja ekki á sjónvarpinu. Reyndu eitthvað allt annað, t.d. að spássera í rólegheitum niður í bæ, upplifa sögu húsanna og fyrrum merkilega atburði á leiðinni, fá þér sopa á einhverju kaffihúsanna, spjalla við fólk og anda að þér fersku lofti. Þetta ameríska sjónvarpsefni getur varla talist þess virði að eyða tíma í það....
Hundshausinn, 13.4.2008 kl. 23:12
Hæ Osa. Búin að þamba kaffi í allan dag á milli þess sem ég labba um hverfið í góða veðrinu. Engin saga að hugsa um. Allt of ung borg. Mun pottþétt kveikja á imbanum í kvöld. Nei annars, ætla að kveikja á honum núna því það er hokkí í sjónvarpinu!!!
Hrabba, hvað er sidereel?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:35
Ég er búin að kaupa mér Áruglara fyrir þessa þætti.
Marinó Már Marinósson, 14.4.2008 kl. 10:10
sidereel.com ... tjékkaðu bara á því - sláðu inn nánast hvaða sjónvarpsþátt sem er inn í leitarstikuna og þú ættir að fá lista með linkum, styddu á þann sem þú varst að leita að og þá færðu upp seríurnar og undir þeim eru svo þættirnir og undir þeim eru svo linkar á þá þar sem hægt er að horfa á þetta streamað af netinu ;) sumir linkar virka betur en aðrir og oft er þættinum skipt upp í 2 parta.
Hrabba (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.