Nonis rekinn
15.4.2008 | 05:09
Líf atvinnumanna í íþróttum er erfitt. Ef árangur lætur bíða eftir sér fá höfuð að fjúka. Í kvöld komu fréttir um það að Dave Nonis, framkvæmdastjóri Vancouver Canucks, hafi verið rekinn. Liðið stóð sig ekki eins vel og búist hafði verið við - að mínu mati og margra vegna þess að varnarmennirnir voru flestir meiddir megnið af vetrinum - og nýju eigendurnir vilja sjá árangur. Það var greinilega þeirra mat að Nonis væri ekki rétti maðurinn í starfið. Þetta kom mér algjörlega á óvart því þegar rætt var við Francesco Aquilini fyrir nokkrum dögum, eftir að liðið komst ekki í úrslitakeppnina, þá var að heyra á honum að hann treysti Nonis fullkomlega. En Francesco er aðeins einn þriggja eigenda...og hvað veit maður hvað fólk er í raun að hugsa.
Nú hef ég áhyggjur af því að þetta haldi áfram niðurá við og Alain Vignealt þjálfari verði látinn fara líka enda var það Nonis sem réð hann. Ég verð fokill ef það verður raunin. Ég held að hann sé frábær þjálfari en hann fékk ekki margt að vinna með í vetur. Okkur vantar góða framlínu og eins og ég nefndi var vörnin meira og minna á spítalanum. Þar að auki spilaði Luongo hundilla síðust tíu leikina og var tekinn af velli í næstum helmingi þeirra.
Ég vona bara að eigendurnir viti hvað þeir eru að gera og að þeir hafi nú þegar einhvern í huga sem næsta framkvæmdastjóra. Sjálf er ég ekki viss um að þetta hafa verið góð ákvörðun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.