Sólarhlaupið framundan

Ég er búin að fara tvisvar sinnum út að hlaupa í vikunni. Hef reyndar hvorki hlaupið langt né lengi en þar sem ég hef ekki hlaupið neitt í allan vetur (nema í fótboltanum) þá var ég nú bara sátt við úthaldið. Í bæði skiptin hljóp ég í hálftíma og ég átti meira inni.

Ástæðan fyrir því að ég dreif í þessu var ekki sú að mig langaði allt í einu svo mikið að hlaupa, heldur vegna þess að einhvern tímann í janúar skráði ég mig í Sólarhlaupið og allt í einu uppgötvaði ég að það er nú á sunnudaginn. Og ef ég á að geta hlaupið tíu kílómetra án þess að verða mér algjörlega til skammar, þá verð ég alla vega að viðra hlaupaskóna aðeins.

Upphaflega planið var að hlaupa alla vega tvisvar í viku. Þess vegna skráði ég mig í þetta hlaup, hélt það myndi ýta á mig. En nei, einhvern veginn varð ekkert úr því. Ég er því hrædd um að ég muni ekki ná að bæta tímann minn frá því í fyrra. O jæja, það er ekki hundrað í hættunni. Aðalatriðið er að skella sér niður í bæ á sunnudaginn og skokka þessa tíu kílómetra með þúsund öðrum hlaupurum. Þetta var skemmtilegt í fyrra og verður vonandi ekki síðra núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver var tíminn í fyrra?

Elva (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:44

2 identicon

...og vonandi skin solin...

Rut (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 04:25

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Tíminn í fyrra var held ég 60 mínútur og 20 sekúndur, eða eitthvað svoleiðis. Ég hleyp ekki mjög hratt þegar ég hleyp langhlaup. Og já, vonandi skín sólin. Myndi þó ekki treysta á það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.4.2008 kl. 15:11

4 identicon

Úúúúúú yeah! Ég hljóp fyrir tveimur árum á 52 mín.    Ég hefði sem sagt kannski unnið þig í langhlaupi fyrir tveimur árum - en ekki í dag er í engu formi, sit bara og safna spiki.  Nei annars, hefði aldrei unnið þig, keppnisskapið þitt hefði aldrei leyft það.

Kv. úr sólinni á klakanum.

Elva (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 17:51

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Iss, ekkert að marka. Þú ert með tvisvar sinnum lengri leggi en ég. Tekur eitt skref á meðan ég tek tvö!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:43

6 identicon

Ha, ha, ha.  Nú hló ég upphátt, alein hérna við tölvuna.

Elva.

Elva (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband