Barist gegn hryðjuverkum síðan 1851

Einn kennarinn minn gengur oft í stuttermabol með mynd af Geronimo (meðfylgjandi á þessu bloggi) og öðrum Apache indíánum og undir myndinni stendur eftirfarandi fyrirsögn: Fighting terrorism since 1851. (OK, það er hugsanlegt að ég muni árið ekki rétt.)

Mér hefur alltaf fundist þetta frábær bolur því allir sem hafa nennt að lesa eitthvað um sögu Bandaríkjanna vita hvernig þeir fóru með indíánana. Þarna var um ekkert annað að ræða en þjóðarmorð og þeir hafa gert allt of lítið til þess að þvo blóðið af höndum sér. Það er enn illa komið fram við indíána Norður Ameríku. Og Kanadamenn eru lítið skárri. Þeir drápu reyndar ekki eins marga á nítjándu öldinni en þeir hafa ekki gert nærri nógu mikið til þess að bæta ástand þessara þjóða sem þeir hafa svo illilega skitið á í áratugi. Hér í Vancouver er t.d. stór hluti heimilislausra af indíánaættum. Engin lausn hefur fundist ennþá.

Mér finnst gott hjá páfa að ítreka þetta. Bandaríkjamenn telja sig oft hálfgerða guði og það verður að minna þá á það af og til hvað þeir sjálfir hafa gert sínu eigin fólki. 

Image:Apache chieff Geronimo (right) and his warriors in 1886.jpg


mbl.is Páfi minnir á dökkar hliðar bandarískrar sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband