Rollingarnir allt of gamlir

Ég var að frétta að Rolling Stones væru búnir að fresta tónleikunum í Vancouver vegna þess að Jagger væri eitthvað sár í hálsinum. Honum hefur verið ráðlagt að hvíla sig í nokkra daga. Þvílík óheppni fyrir mig. Síðustu tónleikar sem ég ætlaði á voru með Pavarotti en þeim tónleikum var fyrst frestað og síðan var þeim aflýst. Það var auðvitað af heldur alvarlegri ástæðu - Pavarotti fékk krabbamein. Ég vona að veikindi Jaggers séu ekki of alvarleg og að hann haldi áfram að syngja í mörg ár, en það verður að viðurkennast að þeir Rollingar eru orðnir gamlir og það er auðvitað hætta á að veikindi fari í auknum mæli að standa í vegi fyrir tónleikahaldi.

Búið er að flytja tónleikana til 25. nóvember. Ég vona að þeir fari fram þá. Og ég sem var búin að hlusta á Stones í allan dag og ætlaði að halda því áfram fram á föstudag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband