Gamlar kerlingar hlaupa hratt
22.4.2008 | 05:45
Tímarnir í hlaupinu voru birtir í Vancouver Sun í dag svo ég fékk loks að sjá opinbera tímann minn - 59.41. Fínt, tíu sekúndum betra en á skeiðklukkunni minni. Hins vegar sá ég hversu ótrúlega lélegur tími þetta er í raun og veru þegar ég skoðaði síðuna með tíu bestu tímum í hverjum aldursflokki. Ég þyrfti að vera 85 ára eða eldri til þess að vinna hlaupið. Já, í alvöru, það var ein kona í aldurshópnum 80-84 ára sem hljóp á betri tíma en ég. Í flokki 70-74 ára hefði ég orðið í þriðja sæti og í flokki 60-64 ára hefði ég ekki komist á topp tíu listann. Mikið andskoti hlaupa þessar gömlu kerlingar hratt.
Hitt er annað mál að miðað við meðaltíma var ég ekki svo slæm. Í tilviljanakenndu úrtaki kom í ljós að af 100 hlaupurum voru sirka 30 á undan mér. Það þýðir væntanlega að af 59.750 hlaupurum var ég einhvers staðar í kringum átjánþúsundasta sæti. Hehe, hljómar vel, ekki satt? Ég var í átjánþúsundasta sæti í Vancouver Sun hlaupinu.
Ó, og ég gleymdi að taka fram að þetta hlaup var annað stærsta hlaup í heimi. Veit ekki hvaða hlaup er stærst!
Að lokum, 1200 fyrirtæki tóku þátt í hlaupinu, og Vanoc, væntanlegur vinnuveitandi minn, varð í fyrsta sæti í sínum flokki og í fjórða sæti í heildina. Greinilega íþróttasinnaður hópur sem ég eftir að verða hluti af. Það kemur nú ekki beinlínis á óvart - ég meina, þetta eru Ólympíuleikarnir.
Athugasemdir
Eg thekki thetta med hradskreid gamalmenni! Eg haetti alveg ad fara a gonguskidi i fjallinu heima thegar eg gerdi ekki annad en ad hleypa gamalmenna-eldingum framur mer -og i noregi hlupu ellilifeyristhegar alltaf framur mer thegar eg hljop a eftir straeto -thar haetti eg mer audvitad ekki a gonguskidi thar sem buast matti vid fjolmenni! Til hamingju annars med atjanthusundasta saretid i Soarhlaupinu. Svo verdur thu bara ad setja af stad aefingarprogram fyrir naesta solarhlaup, annars kemstu varla i fyrirtaekjakeppnina med Vanoc, ekki vilja their fara ad gefa eftir fyrsta saetid!
Rut (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 10:18
Vá, ég ætla að verða svona. Við hlaupum saman í aldurflokknum 85+, er það ekki? Eftir hvað (klór í haus)..... alltof fá ár.
Elva (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:28
Heyrðu, við stefnum bara á að hlaupa 10 kílómetra þegar við verðum komnar yfir miðjan níræðisaldurinn. Verðum flottar þá og hlaupum fram úr barnabörnunum.
Rut, ég kemst pottþétt í fyrirtækjakeppnina. Það mega eins margir vera með og vilja. Síðan er tími tíu fyrstu lagður saman. Þannig að ég fæ að hlaupa en mun örugglega aldrei verða tekin með í reikninginn því tíu bestu hlupu samanlagt á innan við sjö klukkutímum.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.