Kaldbaksferð (nei, ekki mín)

Vanalega er bloggið mitt fullt af bulli um það hvað ég er að gera af mér en nú ætla ég að breyta út af vananum.

Mamma og pabbi skelltu sér a Kaldbak um helgina og sögðu að það hefði verið æðislegt. Veðrið lék við þau og Eyjafjörðurinn virkilega sýndi sitt besta andlit. Ég fékk að sjá fullt af fallegum myndum úr ferðinni og set þær hér inn. Sjáið bara hversu fallegt landið okkar er.

Þarna má sjá m.a. Hrísey, Grenivík, Akureyri, mömmu og pabba og frændfólk mitt sem mamma og pabbi hittu af tilviljun í ferðinni. 

 

Fjöll     Hrísey

Grenivík    Kaldbakur

Með Hrísey í baksýn   Frændfólk.

Mamma   Eyjafjörður

Að lokum set ég svo mynd sem mamma tók af svifflugu og það virðist sem hún ætli að fljúga inn í sólina. Mér verður hugsað til Íkarusar.

 Flogið inn í sólina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Rosalaga flott útsýni.  Hrísey í öllu sínu veldi. Hefði alveg viljað vera í svifflugunni á þessum fagra degi. 

Marinó Már Marinósson, 22.4.2008 kl. 13:22

2 identicon

Magnadar myndir, mikid hefdi nu verid gaman ad vera med theim a Kaldbak i svona aedislegu vedri...og ekki hefdi nu verid verra ad hurra svo nidur a bilslongu!

Rut (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kúlt! Ekkert er fallegra en Eyjafjörðurinn, nema stelpurnar úr Eyjafirðinum, Stína mín. Einn vetur bjó ég í Hrísey. Þá var Alexander, fósturfaðir minn, skólastjóri þar.

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 14:05

4 identicon

"Ég veit nú eiginlega ekki hvaða fjöll þetta eru. Eru þetta fjöllin í Eyjafirði eða á Tröllaskaga?"

Hvorugt ... á fyrstu myndinni sést norður Leirdalsheiði og norður Í Fjörður ... og til fjallanna milli Leirdalsheiðar og Flateyjardals. 

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir upplýsingarnar Björn. Það er þá hægt að syngja: Yfir í Fjörðum allt er hljótt. Eyddur hver bær, hver þekja fallin...o.s.frv.

Marinó og Rut. HEfði líka viljað vera þarna.

Steini, hve satt þú mælir!!!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:35

6 identicon

Stína, ég held að amma hafi dottið eða eitthvað á leiðinni niður.

En góðar myndir.

Arnar Geir Geirsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband