Nokkur svör til þeirra sem heiðrað hafa gestabókina undanfarnar vikur

Það er eiginlega slæmt að það skuli ekki vera hægt að svara fólki sem skrifar í gestabókina hér á moggablogginu. Ekki nema með því að skrifa sjálfur í eigin gestabók, nú eða gera það sem ég ætla að gera núna og svara bara í sérstöku gestabókarbloggi.

Ég ætla að svara nýjustu færslu fyrst og feta mig svo afturábak um nokkrar vikur. 

 

pítusósa

Jóna, ég held ég hafi að minnsta kosti tvisvar fengið uppskrift af pítusósu. Önnur var ekkert sérstök en hin var nokkuð lík því sem maður getur keypt heima. Ekki eins að sjálfsögðu en ekki langt frá því. Ég man að trikkið lá í kryddjurtunum sem maður setti út í. Ég man ekki hvar ég setti uppskriftina sem mér líkaði.

Fékk einu sinni líka uppskrift af kokteilsósu sem var miklu betri en þessi einfalda mayo-tómatsósublanda sem ég gerði alltaf. Málið var að setja líka sinnep og worchestershire sósu út í. 

 

Kveðja frá Vancouver

Ásta, hér er slatti Íslendinga. Það má finna okkur á Facebook undir 'Íslendingar í Vancouver'. Hafðu endilega samband við okkur. Það er planið að gera eitthvað skemmtilegt með reglulegu millibili. Hey, og svo er Mugison að spila hér í lok mánaðar.

 

kveðja frá norðfirði

Jói Tryggva, blessaður. Gaman að heyra frá þér. Þú veist að við erum skyld (fjórmenningar eða svo)? Pabbi sagði mér að þú hefðir áhuga á sjálfboðavinnu við Ól 2010. Hafðu endilega samband við þá strax því þúsundir manns hafa þegar boðið fram aðstoð sína. Hér er síða Vanoc: http://www.vancouver2010.com/en og hér má finna upplýsingar um sjálfboðavinnu: http://www.vancouver2010.com/en/Participation/VolunteerOpportunities

 

Hæ Stína

Arnar, ég vona að ég komist heim fljótt. Stefni að því að koma heim um jólin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir svarið

Arnar =)

Arnar Geir Geirsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband